Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 26

Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 26
Vé hluti hveitisins tekinn frá, afgangn- um af hveitinu sáldrað í skál; klíði, sykri og salti blandað saman við. Gerið mulið saman við. Mjólkin velgd, smjörlikið brætt í mjólkinni. Hrært saman við mjöl- ið í skálinni og deigið slegið vel með sleif. Hreinsað vel niður um skálarbarmana, hveitiafganginum stráð yfir, deigið látið lyfta sér. Deigið hnoðað, skipt í tvennt, sett í smurð mót. Látið lyfta sér í 20 mín- útur. Smurð með vatni. Brauðin bökuð nál. 45 mínútur. Flengingarbollur, 30—40 % kg hveiti 100 g sykur 100 g smjörlíki % tsk. kardemomm- ur Fylltu hornin uppvafin og tilbúin i ofninn. stk. 3 dl mjólk 1 egg 60 g ger Búið til venjulegt deig, smjörlíkið mulið saman við hveitið. Látið lyfta sér í skál. Hnoðað á ný, mótaðar bollur, sem eru látnar lyfta sér á plötunni. Séu rúsínur settar í deigið, er þeim hnoðað saman við það, eftir að deigið hefur lyft sér. Ur þessu deigi er einnig hægt að búa til kringlu, sem fylla má með rúsínum, súkkati eða eplum. Bollurnar er svo gott að fylla með eggjakremi, rjóma eða aldinmauki. Ofan á þær er borin sykur- eða súkkulaðibráð. Er bezt að gera það, meðan þær eru volgar. Rúsínubollur 250 g hveiti 100 g rúsínur 85 g smjörlíki 35 g pressuger 1 egg 4 msk. sykur Rifið appelsínuhýði Nál. 1 dl sódavatn Hveiti og rúsínum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við, gerið hrært út í ylvolgu vatni. Öllu hrært saman. Hnoðað vel. Mótaðar bollur, sem settar eru á smurða plötu. Látnar lyfta sér, þar til þær hafa stækkað allt að því helming. Smurðar með eggi, sykri stráð yfir. Bak- aðar við 225° í 8—10 mínútur. Fyllt horn Vi kg hveiti 75 g smjörlíki 30 g pressuger % tsk. salt 2% dl mjólk Venjulegt deig. Smjörlíkið brætt í mjólkinni. Deigið látið lyfta sér, hnoðað, skipt í 4 hluta, hver hluti flattur út í kringlótta köku, sem skipt er með kleinu- járni í 8 þríhyrninga, sem smurðir eru með sinnepi. Hornin má svo fylla t. d. með litlum pylsum, reyktu svínakjöti eða hangikjöti, einnig með rifnum, sterkum osti. Hornin vafin upp frá breiðari end- anum og látin með mjórri endann niður á vel smurða plötu. Hornin látin lyfta sér, smurð með eggi. Bökuð við 200° nál. 15 mínútur. Einnig má fylla hornin með aldinmauki eða öðru sætu; er þá saltið minnkað í uppskriftinni og 30 g af sykri bætt í hana. 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.