Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 38

Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 38
Kvenfélagið Hlíf á Isafirði 50 ára ÁRIÐ 1907 bar það til vestur á Isafirði, að nokkrar konur komu sér saman um að hlynna eitthvað að einstæðingum og gam- almennum þar í bænum, þar eð þær töldu þess fulla nauðsyn. Létu þær ekki sitja við orðin ein, en héldu þessu fólki skömmu síðar matarveizlu og hafa einnig án efa leitazt við að bæta úr bráðustu nauðsyn þess, svo sem kostur var. 6. marz 1910 stofna svo þessar konur félag, eftir að hafa í 3 ár unnið að því að hlynna að einstæðingum og gamalmenn- um í bænum. Félagið hlaut nafnið ,,Hlíf“ og voru stofnendur 27. Eru 5 af þeim enn á lífi. I fyrstu lögum fél. segir svo, að aðal- tilgangur félagsins sé ,,að líta eftir hag bágstaddra í þessum bæ og hjálpa þeim eftir föngum, sérstaklega gamalmennum." Samkvæmt þessari stefnuskrá hefur svo félagið jafnan starfað þau 50 ár, sem það hefur lifað, þótt breyttir tímar hafi nokk- uð breytt viðfangsefnunum og fleira verið tekið fyrir en þessi stefnuskrá getur um. Sjálfsagt hefur þörfin verið enn brýnni þá á svona starfsemi en þó er nú. Lítur út fyrir, að hagur ýmsra á Isafirði hafi verið næsta bágborinn, þvi að í fundargerð frá einhverju af fyrstu árum félagsins er þess getið, að rætt hafi verið um að leggja fram fé úr félagssjóði til þess að seðja svöng skólaböm. En á fundinum buðu all margar konur að gefa þessum börnum að borða um skólatímann, svo að ekki þótti þurfa að félagið leggði fé af mörkum til þess. Vísir að elliheimili er rekinn á Isafirði þegar árið 1926. Á því ári leggur „Hlíf“ fram nokkurt fé til þess að kaupa hús- muni handa elliheimilinu. Hefur félagið gefið elliheimilinu ýmsar góðar gjafir, þar á meðal hljóðfæri. Er til innan félagsins sjóður, er heitir „Húsmæðrasjóður Þór- dísar Egilsdóttur“, stofnaður af hinni þjóðkunnu listiðjukonu, Þórdísi Egilsdótt- ur. Jafnan hefur félagið gefið jólagjafir, styrkt sjúka og þá, sem hafa orðið fyrir óvæntum áföllum, auk þess sem það hef- ur styrkt og tekið virkan þátt í ýmsum menningar- og framkvæmdamálum bæj- arins, svo sem leikvallargerð o. fl. Kirkju Isafjarðar hefur það gefið ýmsar gjafir, stundum í félagi við önnur félagssamtök. Félagskonur eru nú um 100. Formaður er Unnur Gísladóttir. Sv. Þ. Myndarleg afmælisgjöf Eins og lesendum „Húsfreyjunnar“ er kunnugt, hóf ritið 11. ársgöngu sína með útkomu síðasta tölublaðs. Skömmu eftir útkomu blaðsins, barst ritinu gjöf frá Thorvaldsensfélaginu í Reykjavík, kr. 1000.00, ásamt bréfi, þar sem fram er tekið, að þetta sé afmælisgjöf til „Hús- freyjunnar“. Að sjálfsögðu flytur blaðið Thorvaldsensfélaginu alúðarþökk fyrir hina rausnarlegu peningagjöf, sem kemur sér mæta vel í fjárþröng blaðsins. En hitt er, ef til vill, ekki minna um vert að finna þann vinarhug, sem að baki býr gjöfinni. Ýmsar þeirra kvenna, er framarlega standa innan Thorvaldsensfélagsins hafa keypt blaðið frá upphafi. Einmitt af þeim ástæðum bendir þessi gjöf ótvírætt til þess, að þessar konur, sem hafa fylgzt með ferli blaðsins frá því fyrsta, telja það þess virði, að félagssamtökum kvenna beri að styrkja útgáfuna með ráðum og dáð. Þess skal getið, að jafnframt fyrr- nefndri peningagjöf sendi félagið aðra gjöf, sem ritinu er engu síður mikilsverð, en það var skrá yfir nöfn nýrra kaupenda innan félagsins. Að endingu vill ,,Húsfreyjan“ óska hinu gamla, en þó síunga, félagi, Thorvaldsens- félaginu, allra heilla um ókomin ár. 38 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.