Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 16

Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 16
Heimilið á Blikastöðum hafði yfir sér anda sannrar menningar. Þangað náðu aldrei slaðurstungur. Þar var ekki hlust- að á sögur um ávirðingar náunganna. Þar var gestrisni eins og bezt verður á kosið, allt var blátt áfram, en enginn yfirborðs- háttur. Það var í frásögur fært, að ef gest bar að garði, jafnvel þótt barn væri, hafði húsbóndinn aldrei svo mikið að gera, að hann mætti ekki vera að því að koma inn og tala við gestinn. En húsmóðirin ljúf og einlæg, svo hvert barn gat talað við hana eins og jafningja sinn. Engan hef ég vitað, mann eða konu, sem hefur eins óafvitandi, og af miklu yfirlætisleysi, ,,gefið öðrum dýrðina“, eins og Kristínu. M. ö. o. þakkað öðrum allt, eins og hún sjálf væri ekki til. Ef maður kom að Blikastöðum á þeim árum, þegar þar var komið nýtt 30 kúa fjós en aðrir bændur, sem beztir voru höfðu 10 kýr, einnig komið nýtt steinhús, ásamt öðrum stórum byggingum, og tal- aði um, hvað þetta væri allt mikið, eins og það sannarlega var, sagði Kristín: Já, hann Magnús getur nú víst ekki annað en haldið áfram, á meðan hann lifir, að laga og bæta jörðina. Eins var það, ef maður sá vel gerðan hlut innanhúss, og hafði orð á því, sagði hún: Systurnar hafa búið þetta til, þær eru svo myndarlegar. Ég efa það ekki, að hún sagði þetta satt. En þessi mikla hógværð var samt óvenjuleg. Ég held, að henni hafi verið áskapað að gleyma sjálfri sér. Konurnar í Mosfellssveitinni kunnu brátt að meta Kristínu á Blikastöðum. Þær fengu hana til að koma í sitt unga kvenfélag. Þær hafa fljótt reiknað rétt, að það var mikill styrkur fyrir þær að fá hana, vel menntaða, svo og Magnús og heimilið að bakhjarli. Félagið var þá ekki stórt eða mann- margt. Kvenfélög voru heldur ekki þá í miklu áliti. Fjárhagur hjá almenningi yf- irleitt ekki svo góður, að hægt væri að efla félagið svo, að það gæti látið mikið af hendi rakna til bágstaddra og þar með fylgt hugsjón sinni. Það voru því margir, sem litla trú höfðu á kvenfélagi sem þjóð- þrifafyrirtæki. Kristín var í félaginu til dauðadags. Heiðursfélagi síðustu árin. Hún var for- maður þess lengur en nokkur hefur verið; var 14 ár í stjórn. Þar í félaginu kom fram, eins og annars staðar, hennar yfir- lætisleysi, að þegar hentaði betur í félag- inu, hætti hún að vera formaður, en var þá ritari. Hún hafði mjög fagra rithönd, svo að hún ber af í bókum félagsins. En svo tók hún aftur formannssætið, þegar enginn vildi gera það, og ef til vill leit erfiðast út með félagið. Kristín var ekki ráðrík, en ljúf og góð, svo að öllum þótti vænt um hana. Einnig þar gat hún verið föst og hreinskilin, fyrir það líka naut hún óskoraðrar virðingar. Mörg trúnaðarstörf hafði Kristín fyrir félagið, t. d. var hún oft fulltrúi á Lands- sambandsfundum o. fl. Þegar Kvenfélaga- samband Gullbringu- og Kjósarsýslu var stofnað 1929, var Kristín þar stofnandi, fyrsti form. og gegndi því starfi í mörg ár. Þær eru nú margar farnar á undan Kristínu, konurnar, sem mest unnu með henni í Kvenfélagi Lágafellssóknar. En þær, sem eftir eru, munu minnast hennar með vinsemd og þökk. Fyrir Kvenfélags- ins hönd leyfi ég mér að færa henni þakk- ir, því hún var eins og margar aðrar, fé- laginu sönn og góð móðir á æskuárum þess. Einnig má segja þetta frá Kven- félagasambandi Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Þegar litið er yfir ævi Kristínar á Blika- stöðum, verður það efst í huga manns, hvað hún var mikil gæfukona. Fyrst æska hennar óvenju björt á þeim tíma. Þar næst ævistarf hennar á Blikastöðum með hinn vitra og örugga mann við hlið sér. Hvernig þau sigruðu alla örðugleika, og djörfustu vonir þeirra rættust. Svo þegar hann var horfinn og síðasti áfanginn var framundan, þessi áfangi á mannsævinni, sem mörgum sést yfir, en er svo oft erf- iður þeim, sem háum aldri ná. Kristín var svo gæfusöm að sjá allt ævistarf þeirra 16 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.