Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 27

Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 27
Sykri stráð á hornin, áður en þau eru bökuð. Fléttustöng 250 g hveiti 2 msk. sykur 125 g smjörlíki Nál. % dl mjólk 25 g ger 1 egg Venjulegt deig. Smjörlíkið mulið í hveitið og mjólkin höfð köld. Deigið hnoð- að, þar til það gljáir. Deiginu skipt í tvennt og hver helmingur flattur út í nál. 16 cm breiða lengju, */£ cm þykka. Á miðj- una er smurt kremi, sem búið er til úr smjörlíki, sykri og kanel; rúsínum stráð yfir; einnig er gott að setja eplabita eða súkkat í lengjuna. Skorið upp í hliðarnar með kleinujárni, svo að myndist nál. 1 cm breiðar lengjur, sem lagðar eru á víxl yfir fyllinguna (sjá mynd). Sett á smurða plötu og lengjurnar látn- ar lyfta sér 1—2 klst. Smurðar með eggja- hvítu; sykri og möndlum stráð yfir. Bakað við góðan hita í 20 mínútur. — Deigið má einnig nota í horn eða vínar- brauð og eins má breyta til um fyllingu. Ef óseld eintök af 1. og 3.—4. tbl. 8. árgangs Húsfreyjunnar kunna að liggja hjá útsölumönn- um, óskast þau send afgreiðslu blaðsins, Lauga- vegi 33A. Margrét Jóhannesdóttir: Hjúkrun í heimahúsum Niðurlag. Meðalagjafir Það er ábyrgðarhluti að gefa meðul; mistök geta haft alvarlegar afleiðingar. Því skal haft í huga: 1) að gefin séu rétt lyf, 2) rétt magn, 3) á réttum tíma, 4) og á réttan hátt. Oftast er nafn lyfsins skrifað á latínu utan á glasið, og er því hyggilegt að skrifa sjálfur á heftiplásturs- ræmu við hverju lyfið er, s. s. við þraut- um, við hósta, hjartastyrkjandi, o.s.frv. og líma ræmuna á glasið. Áður en lyf er gefið, á að lesa þrívegis hvað stendur á glasinu, fyrst áður en glasið er tekið úr hillunni, svo áður en því er hellt í ílátið, og loks um leið og glasið er látið á sinn stað. Litur og lögun flöskunnar gefur mik- ilvægar upplýsingar um innihaldið. — Lyf, sem ekki þola birtu, eru afhent í dökkum flöskum og þarf helzt að geyma þau á dimmum stað. Sé flaskan glær, mun birtan ekki hafa áhrif á lyfið. — Eldfim lyf á að afhenda í köntuðum flöskum, sem gefa til kynna hve hættuleg þau eru. Slík lyf má ekki geyma í meðalaskáp, heldur á sérstökum stað, þar sem börn ná ekki til, og þar sem ekki verður villzt á þeim og t. d. drykkjarföngum. Aldrei má hella lyfi eða eitri úr einni flösku í aðra, slíkt hefur haft sorglegar afleiðingar. Miðinn, sem utan á glasinu er, segir á vipsan hátt til um innihaldið: Hvítur miði á innvortislyfjum, en rauður á útvortis- meðulum. — Ef glasið hefur eitur að geyma, er miðinn merktur með þrem krossum eða hauskúpu og auk þess stend- ur á honum ,,eitur“. — Gætið slíkra lyfja vel fyrir börnunum og yfirleitt skyldu öll lyf þannig geymd, að börn geti ekki náð í þau. Gætið þess ennfremur, að miðinn detti ekki af glasinu, festið hann með Fy lling : 50 g smjörlíki 50 g sykur Vi tsk. kanell 50 g rúsínur HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.