Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 4

Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 4
konungs. Hvar sem menn í kristnum lönd- um sjá mynd hins þyrnikrýnda, þar lýtur hjarta þeirra honum með margfalt meiri iotning en nokkurum konungi eða þjóðhöfð- ingja. Oldum saman hafa þjóðirnar lotið hon- um fremur en nokkurum öðrum. Hann hef- ir náð inn til hvers barns jafnvel hér meðal vor, sem búum við hin yztu höf fjarri öðr- um þjóðum. Síðan vér fyrst munum eftir oss, höfum vér öll lotið honum með meiri lotning og aðdáun en nokkurum öðrum. — Hann einan höfum vér tilbeðið af þeim, er lifað hafa á þessari jörð. I sannleika verð- um vér að játa: á hans herðum hefir herra- dómurinn hvílt. „Nafn hans skal kallað undraráðgjafi". Reynsla mannanna af honum átti að verða þessi, að þeir undruðust, hve ráð hans gæf- ust vel, þegar eftir þeim væri farið; hann yrði hollur í ráðum öllum þeim, sem fara vildu eftir fyrirsögn hans. Hefir það ekki líka ræzt á honum? Segið mér, ef reynsla yðar er önnur í þessum efnum? Eg hygg vér munum öll geta gert þá játning, að ekkert ráð hans hafi gefist öðru vísi en vel; oft höf- um vér fylgt leiðbeiningum hans, og sam- vizka vor hefir þá verið fagnandi og glöð; en hversu oft höfum vér iðrast þess síðar, að vér breyttum öðru vísi en ráð hans sögðu til. Það er hið mikla mein einstaklinga og þjóða, að mennirnir hafa eigi enn náð þeim þroska, að þeir trúi því afdráttarlaust, að það sé öllum farsældarleiðin að fara að ráð- um hans í allri breytni vorri, hvort sem vér eigum við blítt eða strítt að búa. Guðshetja var næsta nafnið. Það felur mik- ið í sér. Hetjuskapur hans eða andleg hreysti átti að verða þeirrar tegundar, að hún sýndi, að eitthvað guðlegt byggi með honum. Hve dásamlega rættist þetta í lífi Jesú. Hugsið um líf hans, máttarverk hans og sannleiks- baráttu. Hann barðist vissulega sem hetja með vopnum andans; og þó var hann hvergi sterkari en þegar hann stundum svaraði engu, heldur bar móðganir og brigzl annara þög- ull; sú andlega hreysti varð aldrei auðsærri en á Golgata, er hann bað: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera". Þá breyttist hreystihugtakið í nýja og feg- urri mynd — hin líðandi elska getur verið aflmeiri en allar athafnir. Og annað meira hefir hann sýnt með hreysti sinni: að það að þola og líða verður sigursælli leið en nokkur önnur, og að þeim skjátlast, sem ætla að ofbeldið verði nokkurn tíma góðu mál- efni til ávinnings. Eiltfðarfaðir var þriðja heitið; það merkir þann, sem stöðuglega, til eilífðar annast sína sem faðir, sér fyrir þeim, Iætur sér annt um þá. Trúir þú því ekki líka, að hann muni gera það? „Sjá, eg er með yður alla daga til enda veraldar". Svo segir N.tm. oss, að hann hafi mælt upprisinn. Ef þú trúir því, að hann lifi í æðra heimi, og að honum sé gefið þar máttur og vald, þá erum vér öll enn undir vernd hans. Þér er óhætt að ákalla hann í allri neyð þinni og bera fram bæn þína sem ilmfórn fyrir auglit hans. Og loks varð síðasta heitið: friðarhöfðingi. Allur heimurinn, sá er nokkur kynni hefir af honum, hefir fyrir löngu viðurkennt að það heiti eigi hann skilið öllum öðrum framar. Hvar, sem lifað er eftir boðskap hans, eflist friður, sátt og samlyndi. Ef þjóðirnar hefðu vanið sig á að fara eftir fyrirmælum hans, þá væru allar styrjaldir úr sögunni meðal kristinna þjóða. Síðasti ófriðurinn var bein afleiðing þess, að kristnar þjóðir, sem nefna sig svo án þess að vera það, höfðu gersr mjög fráhverfar ýmsu í boðskap Krists — öllu fráhverfari en nokkuru sinni áður; allt aðrar kenningar en hans höfðu náð að gagn- sýra hugsunarhátt þeirra. — En hann hefir reynst að vera friðarhöfðingi víðar en þjóða í milli. A hverju heimili, þar sem hann hef- ir verið tignaður og tilbeðinn í lotning, þar hefir hann orðið friðflytjandi í tvennum skilningi: hann hefir eflt sætt og samlyndi meðal heimilismanna og hann hefir flutt hverju einstöku hjarta frið, með því að gera 4 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.