Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 6

Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 6
lítilsvirt. Börnin eru sjálf tekin við uppeld- inu”. Þannig tónar heyrast í ræðum og riti. Æskunni í dag er borið á brýn, að hún sé trú- vana, siðspillt og svallgefin, hún leiti sér hvíldar og sæki gleði sína í óholla sali svalls og siðspillingar. Æska allra tíma hefur sætt harðri gagnrýni hinna fullorðnu. Gagnrýni þessi á sjálfsagt fullan rétt á sér, ef jafnframt eru fundin meðul, sem við eiga, til þess að lækna meinin. En því miður eru þessi meðul oft miskunnarlaus og óholl viðkvæmri æsku. A hinni miklu öld vélamenningar og atóm- vísinda hafa heimilishættir breytzt. Ef til vill væri hægt að segja, að sum heimili hafi á undangengnum árum af vangá látið hvers- dagslegar annir og amstur sitja í fyrirrúmi fyrir kristilegu og hollu uppeldi, í kapp- hlaupinu við að bæta veraldlega aðstöðu sína. Umbreytingin hefur verið mikil hjá íslenzku þjóðinni í heild. Með nýrri kyn- slóð hafa komið nýir lifnaðarhættir. Bar- átta manna fyrir bættum lífskjörum hefur aukizt. Ytri og innri rammar heimilanna hafa umskapast á fáum tugum ára og sumir halda því fram, að þjóðin hafi gleymt þeim guði, „sem gaf okkur líf og getuna til þess að elska". Helgistundir heimilanna eru að mestu horfnar. Þar voru áður fyrr lesnir húslestrar og sungnir Passíusálmar. Þessar helgistundir fóru oftast fram í illa upplýst- um og illa upphituðum vistarverum og voru framkvæmdar af húsbændunum, en börn og hjú hlýddu á. Nú hafa vélarnar leyst af hólmi hin dyggu hjú. Inn á heimilin berst á öldum ljósvakans ýmis konar misvel valið efni. Af- skekktir staðir liggja um þjóðbraut þvera. Margt verður til að trufla heimilishelgina og eyða tíma móðurinnar frá móðurskyldunum. Fyrir kann að koma, að þarfir barnanna verði af þessum sökum af vangá vanræktar og litla barnið ef til vill sofnað, vansælt og einmana, áður en tími vannst til að sinna sál- rænum vandamálum og leiða hug þess inn í heim hinnar helgu bænar. Kapphlaupið er mikið um ytri ramma heimilisins og virðist næstum því vera að stefna í óefni. Ytri fegurð reynist fánýt og varir skamma stund, ef inni fyrir ríkir van- ræksla, málaþras og önuglyndi. Fagurt heimili, ytra og innra, heimili sem byggt er upp í trú og siðgæði, má með réttu telja traustasta hornstein hvers þjóðfélags, eins og það heimili, sem byggt er upp í óreglu, ótryggð og sundrung getur verið hið mesta þjóðfélagsmein. Vanræksla í heimilislífi og uppeldisstarfi getur með tímanum grafið ræturnar undan góðu þjóðfélagi. Frá heimil- unum koma einstaklingarnir vel eða illa bún- ir undir þjóðfélagsstörfin. Eg tel, að í íslenzku þjóðlífi sé höfð of lít- il fræðsla um hið raunverulega gildi hjóna- bandsins. Virðingin fyrir hjúskapnum og hjúskaparlífinu er allt of oft lítil. Hjóna- vígslan er athöfn, sem allir ættu að bera virðingu fyrir, ekki eingöngu lagalega séð, heldur einnig vegna þess, að hjónavígslan er staðfesting á ástasáttmála elskendanna, kristileg, fögur athöfn, guði þóknanleg. „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði". Heimilisfarsældin er ekki öll fólgin í því, að heimilisfaðirinn dragi drjúgt í bú. Mammonshyggjan ætti ekki að sitja í fyrir- rúmi fyrir hinni andlegu uppbyggingu og velsæld. Hvert heimili þyrfti að vera byggt upp á fórnfýsi og elsku og stöðugum ásetn- ingi að virða í einu og öllu þau heit, sem gefin eru við hjónavígsluna. Barnið þarf að finna, að það er velkominn gestur í þennan heim, gestur, sem vel er búið að. Slík heim- ili hefur þjóð vor átt og á enn í ríkum mæli. Góð móðir sáir neista guðs dýrðar í hjarta barns síns með bænum og lofsöngvum. Frá slíkum mæðrum hefur vort fátæka land hlotið andlega auðlegð sína. Orbirgðin og hræðslan við eld og ísa hefur gert hina ís- lenzku móðurbæn svo sterka og háa og lof- söngvana frá vörum skáldanna svo hljóm- sterka og fagra, að engin truflun frá breyttu þjóðfélagi nær að veikja bænirnar eða af- 6 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.