Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 7
má söngvana. Enn í dag er grunntónn hins
góða í þjóðfélaginu sprottinn frá kærleiks-
ríku brjósti hinnar þrautseigu, trúuðu, ís-
lenzku móður.
Varhugavert er, að leggja trúnað á þann
orðróm, að sumar mæður telji það ekki leng-
ur „móðins" að kenna börnum bænir. Móð-
urbænin hefur mörgum manninum vísað út
úr villunni. Oftast er hún með fyrstu orðum
barnsins og síðustu orð hæruhvíta öldungs-
ins, þegar hann lokar augunum í hinsta
sinn. Hún er líka oft leiðarljós villta drengs-
ins eða unga mannsins í þokunni eða kafalds-
muggunni á snjóþungri heiðinni. Móðurbæn-
in er líka oftast bjargvættur og huggun sjó-
mannsins í öldurótinu.
„O, þá náð að eiga Jesúm". Þannig hljóð-
ar upphafið á einum fegursta lofsöng okk-
ar. Ung að árum lærði ég þennan lofsöng
við brjóst móður minnar. Með honum var
kveiktur varanlegur neisti guðstrúar í brjósti
mínu. Þessi lofsöngur hefur síðan á alvöru-
og gleðistundum hljómað í sál minni sem
huggunar og líknar boðskapur, sem bjarg-
vættur og bænarorð á skuggakvöldum lífs
míns og hefur auðveldað mér að hrinda af
herðum mér þunga þess, sem köldu hefur
andað. Stórskáldið, sem lét okkur eftir þenn-
an lofsöng, átti móður, sem gaf honum
„guðlegar myndir".
Flestir foreldrar, sem rækja uppeldi barna
sinna með alúð, skyldurækni og þolinmæði,
uppskera oftast ríkulega gleði og hamingju
af verkum sínum. Þeir, sem taka við hinni
andlegu fræðslu og uppbyggingu ungmenn-
isins af foreldrunum og heimilunum mega
ekki bregðast skyldu sinni.
Presturinn minn, sem fermdi mig, hafði
þann góða sið, að spyrja fermingarbörnin
úr kverinu við altarið á fermingardaginn í
áheyrn safnaðarins. Minnisstæð er mér sú
stund, þegar hann spurði mig: „Hvernig
hljóðar fjórða boðorðið?" — Heiðra skaltu
föður þinn og móður o. s. frv.
Eg hef frá bernsku reynt að varðveita
þessa játningu, sem ég gerði við altari Drotf-
ins og ekkert hefur verið mér meiri stoð á
lífsgöngu minni, yfir hina hrjúfu veröld.
Engin játning hefur haft djúptækari áhrif
á líf mitt og gjörðir.
Æska allra tíma þarfnast þess, að henni
sé sinnt og hug hennar beint inn á hollar
og kristilegar brautir. Eg gat þess í upphafi
máls míns, að margir teldu, að sú kynslóð,
sem nú er að vaxa upp, væri trúvana, sið-
spillt og svallgefin. Af kynnum mínum af
heilbrigðu æskufólki álít ég það skyldu-
rækið og mjög kristilegt og ákallar það
guð sinn á sama hátt og við, sem nú erum
fulltíða fólk, gerðum í æsku okkar. Hinum
ungu íslenzku mæðraefnum er vel treystandi
til þess að byggja upp holl heimili í kristi-
legum anda og kærleika. Eg álít, að ekki sé
með öllu lagt rétt mat á þann ungdóm, sem
nú er að vaxa upp og ekki heldur á þá, sem
hafa annazt uppeldi þeirra. Þúsundir góðra
og hollra heimila eru dæmd og vanmetin
fyrir misfellur í fari nokkurra unglinga.
Mörg ung hjón og hjónaefni, sem stofna
til heimilis, leggja á sig langa vinnudaga
og mikið erfiði, því að fá hjónaefni reisa
heimili sín á grónum arfi forfeðranna. Til
þess hefur þjóðin verið of fátæk fram til
þessa. Unga konan í dag má ekki láta ytri
ramma heimilisins trufla sig frá ábyrgðar-
miklu uppeldisstarfi. Hún má heldur ekki
láta hversdagslegar annir og amstur verða
til þess að „gleyma þeim guði, sem gaf okkur
líf og getuna til þess að elska". Hver ungur
maður og ung kona, sem stofna til hjúskapar
og heimilis, þyrftu að hafa það markmið, að
byggja heimilið fyrst og fremst upp á bjargi
trúar og einlægrar elsku. Það er gimsteinn
hvers manns til æviloka að hafa átt í upp-
vextinum fagurt heimili, þar sem hann hef-
ur notið hollra uppeldisáhrifa, — gimsteinn
í sjóði hjartans, sem ekkert mannlegt get-
ur tekið burtu eða afmáð.
Til er helgisögn um Elísabet frá Ungverja-
landi. Hún varði mestallri ævi sinni til þess
Húsfreyjan
7