Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 10

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 10
Rannveig Þorsteinsdóttir: Okkar á milli sagt Það er eitt af aðaláhugamálum kven- félaganna að útvega konum ýmis konar fræðslu um allt það, er snertir störf hús- móðurinnar og verksvið hennar. Þau eru ótalin námsskeiðin, sem kvenfélögin hafa haldið víðsvegar um landið og á ýms- um tímum. Til þessara námskeiða er stofnað með ýmsum hætti, þ. e. að kven- félögin hafa sjálf útvegað sér kennara með eða án styrks frá Kvenfélagasam- bandi Islands, eða kvenfélagasamband- ið hefur haft kennara á sínum vegum og sent hann til félaganna. Hefur það þá einkum verið reglan, að félögin hafa stofnað til saumanámskeiða, en samband- ið hefur haft ráðunauta í matreiðslu. All- margir raáðunautar í matreiðslu hafa starfað hjá Kvenfélagasambandi Islands, og nú síðast Steinunn Ingimundardóttir, sem sagði lausu starfi sínu haustið 1961, eftir að hafa starfað meðal kvenfélaganna í 6 ár. Þar sem námskeiðahald er svo snar þátt- ur í störfum kvenfélaganna, er ekki að undra, þótt mikið sé rætt á fundum kvenna um ráðunautastarf og möguleika á að halda því uppi. Hefur sú ósk löngum komið fram, að ráðunautastarf K. I. verði aukið, og auðvitað ríkti almenn óánægja með það, að sambandið hafði engan ráðu- naut í þjónustu sinni á síðasta ári. En þrátt fyrir miklar tilraunir sambandsstjórnar- innar, tókst aldrei að fá neina konu til þess að gegna starfinu. Nú hefur það skeð, sem er algjört ný- mæli í starfsemi K. I., að sambandið hef- ur ráðið til sín ráðunaut í saumaskap og hannyrðum. Þessi kona heitir Olína Jóns- dóttir og á heima í Reykjavík. Hún er út- skrifuð úr Handavinnudeild Kennaraskól- ans og hefur meistarapróf í fatasaumi. Olína byrjaði starf sitt hjá Sambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, og hefur kennt að taka snið og minnka þau og stækka eftir þörfum. Síðan sníða konurn- ar sjálfar og sauma eftir tilsögn kennar- ans. Ekki hefur á þeim námskeiðum, sem búið er að halda, verið keppzt um að af- kasta sem allra mestu, heldur að kenna grundvallaratriði verksins. Hefur verið mikil og vaxandi ánægja með þessa kennslu. Það er aðeins eitt, sem er að. Kennslan er tímafrek fyrir kennarann, og nú þeg- ar hafa borizt skrifstofu K. I. það miklar óskir um kennara, að það væri nær lagi að hafa þrjá kennara en einn, til þess að fullnægja eftirspurninni. Þegar stjórnin var að ræða um ráðningu Olínu Jónsdóttur, var haft samband við formenn allra héraðssambandanna um það, hvort þeir væru þess hvetjandi, að farið væri inn á þessa nýju brautir í ráðu- nautastarfi K. I., og einnig, hvort sam- böndin vildu greiða hluta af launum kenn- arans, þ. e. a. s. kr. 500,00 pr. kennslu- viku, auk ferðakostnaðar á sambandssvæð- inu. Má segja, að þetta hafi verið einróma 10 H úsf r ey j an

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.