Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 15

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 15
Tvennir tímar — Varst þú uppi á söguöldinni, amma? spurði sjö ára gamall dóttursonur minn. Eg vildi nú ekki viðurkenna það, en ég fékk eftirþanka af spurningunni. Sannarlega hafa þeir, sem fæddir eru fyrir síðustu alda- mót, lifað mikla sögu. Þegar ég hugsa um allar þær gífurlegu breytingar, sem orðið hafa frá því ég man fyrst eftir mér, finnst mér að ég gæti vel ver- ið þúsund ára gömul. Þessar breytingar og byltingar eru á öllum sviðum, hvert sem lit- ið er, en líklega hvergi eins stórkostlegar og á aðstöðu verkafólks og öllu viðhorfi til þess. Mér verður oft hugsað til Gróu, sem var hjá mér vortíma fyrir nær því fjörutíu ár- um. Ég hafði kynnzt Gróu lítillega, þegar ég gisti á bæ, þar sem hún var í kaupavinnu. Ég vissi, að hún var í vist í Reykjavík á vet- urna, og ég hafði grun um, að hún hefði ekki verið sérlega heppin með staðinn. Hún heimsókti mig svo einu sinni, og þá talaðist svo til, að hún yrði hjá mér júnímánuð, eða þangað til hún færi í kaupavinnuna. Nú var dagurinn að kvöldi, —- sem hún hafði gert ráð fyrir að koma, og það bólaði ekki á henni. Ég var ein heima með börnin, sem bæði voru háttuð og sofnuð fyrir löngu. Það hlaut eitthvað óvænt að hafa tafið Gróu, og ég nennti nú ekki að hanga lengur á fótum. Ég háttaði í rólegheitum og náði mér í bók til þess að líta í. Það var hljótt í húsinu, og ég var rétt að opna bókina, þegar ég heyrði greinilega barið á svefnher- bergishurðina. — Kom inn, sagði ég, en enginn opnaði. Er nokkur þarna? kallaði ég þá. Steinhljóð. Nú, þá það, hugsaði ég og hélt áfram að lesa. Aftur var barið, og allt fór á sömu leið. Mér þótti þetta í meira lagi undarlegt, og þegar barið var í þriðja sinn, ómakaði ég mig ekki neitt til að anza. En þá opnuðust dyrnar ofurhægt, og Gróa birtist í gættinni með tösku í hendinni. Hún heilsaði mér feimnislega og afsakaði, hvað hún kæmi seint. — Frúin var alltaf að finna eitthvað handa mér að gera, og ég hélt, að ég ætlaði aldrei að komast af stað. Hún var ergileg yfir, að ég skyldi ekki vera hjá henni fram að slætti, þó að hún minntist reyndar ekkert á það við mig, fyrr en ég sagðist vera ráðin ann- ars staðar. — Jæja, það var gott, að þú slappst í burtu, og ég held, að fylgjan þín hafi verið á ferðinni hérna á undan þér, sagði ég. — Því get ég vel trúað, sagði Gróa. Hug- urinn hefur verið hérna í allt kvöld. Svo fór ég götuvillt og var góða stund að þvæl- ast fram og aftur áður en ég fann húsið, en nú er ég komin, eins og þú sérð. Gróa var rúmlega þrítug, dökkhærð, ekki fríð, en bauð af sér góðan þokka. Augn- svipurinn var sérkennilegur, eins og hún sæi meira en yfirborð hlutanna. Ég fór fram úr rúminu, þrátt fyrir öflug mótmæli hennar og hitaði kaffi, til þess að hressa hana á eftir þessar hrellingar. Hún marg endurtók, að það væri óviðeigandi, að ég væri að snúast í kringum hana. — Þú færð nóg að snúast í kringum mig, á meðan þú ert hjá mér. Vertu viss, sagði ég. — Já, til þess er ég komin, sagði hún og leit niður á vinnulúnar, þrútnar hendurnar, sem báru greinileg merki eftir kuldabólgu. Húsfreyjan 15

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.