Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 16

Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 16
En Gróa hlíföi ekki þessum höndum. Hún reyndist mikilvirk og góðvirk, svo að af bar, og það fylgdi henni einhver notaleg hlýja, sem mér verður jafnan minnisstæð. Börnin tóku ástfóstri við hana, enda kunni hún ógrynni af sögum og ljóðum, sem hún miðl- aði þeim óspart af. — Það vantar einn diskinn, sagði ég, þeg- ar hún hafði lagt á borðið fyrsta daginn, sem hún var hjá mér. — Hvað er þetta. Eg hélt, að ég hefði lát- ið fjóra diska á borðið, sagði hún. — A ég að borða inni í stofu? sagði hún svo og fór öll hjá sér. — Já, auðvitað áttu að borða með okk- ur. Ertu kannski vön að borða í eldhúsinu, þar sem þú hefur verið í vistum? — Eg hef nú alltaf verið á sama stað á veturna, síðan ég fór úr sveitinni, og þar hef ég borðað í eldhúsinu. Þetta er svo fínt fólk, sagði Gróa og brosti ofurlítið. — Ja, sei, sei, og þú ert búin að vera þarna í þrjá vetur. — Það er svo sem allt í lagi að borða í eldhúsinu, ef það væri upphitað, sagði Gróa. En það er oft svo gróflega kalt, ekki sízt á kvöldin. — Og svo hefurðu, vænti ég, fengið hálf- kaldar leifarnar eftir hitt fólkið í þokkabót. Gróa svaraði þessu engu, og við bárum matinn inn í borðstofuna. Eftir þetta hafði hún ekki á móti því að borða með okkur, nema þegar gestir voru. Þá kostaði það jafn- an mestu eftirgansmuni að fá hana til þess að setjast að borðinu. — Þú getur ekki talizt fín frú með þessu háttalagi, sagði hún með kímnisglampa í augunum. — Þá er ég ekki fín frú og kæri mig ekki um að vera það, sagði ég, og hún varð að láta undan. Gróa var fátöluð um sína hagi, en þó sagði hún mér smátt og smátt ýmislegt, sem vakti furðu mína. Jú, þetta var svo sem bezta fólk, sem hún 16 hafði verið hjá, og frúin skammaði hana aldrei að neinu ráði. - Skammaði þig? Hvað gat hún fundið sér til að skamma þig fyrir? — Ég var auðvitandi fákunnandi, þegar ég kom úr sveitinni og gerði ýmis konar vit- leysur fyrst í stað, sagði Gróa. — Eins og svo sem hvað? spurði ég. — Ég gleymdi stundum frúartitlinum, þegar ég ávarpaði hana, og það kom jafn- vel fyrir, að ég gleymdi mér og hreint og beint þúaði hana, sagði Gróa. Svo hændi ég börnin of mikið að mér. Eg horfði skilningssljóum augum á Gróu. — Já, það var ekki heppilegt, að þau sækt- ust eftir að híma í köldu eldhúsinu, og svo var frúnni ekki um það gefið, að ég væri að segja þeim vitlaus ævintýri, sem þau voru svo sólgin í. — Á ég að trúa því, að þú hafir verið látin sitja í köldu eldhúsinu, þegar þú varst búin með verkin? — Auðvitað sat ég í eldhúsinu, sagði Gróa hæglátlega. Hvar hefði ég átt að vera annars staðar? Herbergið mitt var enn kald- ara. Það hrímaði blátt áfram innan í frost- unum. - Fékkstu þá aldrei að vera inni í hlýj- unni, nema þegar þú varst að hreinsa skít- inn undan löppunum á hyskinu? — Eg sat stundum hjá börnunum á kvöldin, þegar hjónin voru úti að skemmta sér, og þá komst ég ekki undan að segja þeim sögur, blessuðum, sagði Gróa. Það voru ánægjulegar stundir, þó að ég væri oft syfjuð að hanga uppi til eitt og tvö á nótt- unni. — Þú hefur auðvitað ekki getað hallað þér útaf eða blundað, þangað til hjónin komu heim? — Nei, það gat ég ekki, og verst var að fara svo upp í kuldann í herbergiskomp- unni minni, sagði Gróa. — Nei, heyrðu, Gróa mín, og þetta hef- Húsfreyjan j

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.