Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 19

Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 19
Málshættir og spakmæli Einu sinni þekkti ég gamla konu, sem jafnan hafði á reiðum höndum málshætti og heilræði um alla hluti og talaði þannig spekingslega um hvað eina, sem á góma bar, en lét þó sjaldan uppi persónulega skoðun á nokkru málefni, — nema þá helzt á eilífð- armálunum. Og alltaf hafði hún síðasta orð- ið í orðaskiptum við annan mann, því hverju er hægt að svara, þegar sérhvert mál- efni er snarlega afgreitt með hnyttinyrtu spakmæli? Þessi sérkennilega og skemmti- lega gamla kona var þeim kostum búin, að hún mátti ekkert ljótt heyra, sízt um fólk. Fyndist henni óþarflega nærri höggið ein- hverjum, sussaði hún á menn, og „kvað þá segja mest af Olafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann né séð”. Hún var snemma á ferli alla daga „því morgunstund gefur gull í mund" og „sá árla rís verður margs vís". Þegar aðrir menn prísuðu gott veður, varð hún svartsýn, og sagði að „ei skyldi lofa dag fyrr en að kveldi", og góða veðurspá frá vísindamönnunum í höfuðborginni af- greiddi hún með „brigðult er veður, þótt blítt sýnist". A laugardögum hvatti hún svo ungar stúlkur til að fara á ball, því að „sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær". Síðan ég fyrst heyrði þennan mikla vís- dóm saman kominn á einn stað, hef ég jafn- an lagt eyrun við góðum málsháttum og stundum skoðað þá í bókum. Þar kemur í Ijós að ýmislegt skemmtilegt er hægt að lesa um þessi efni, ekki síður fyrir leikmann en lærðan, því að margt hefur verið skráð þar um, allt síðan í fornöld, að skáld eitt notaði nær eingöngu málshætti til þess að yrkja um ástarólán sitt og er sá sorgarbragur nefnd- ur Málsháttaljóð. Mikill skyldleiki mun vera á milli máls- hátta hjá hinum ýmsu þjóðum, ekki sízt á Vesturlöndum. Mörg okkar beztu spakmæli má rekja til grískra eða rómverskra spek- inga, til höfunda Gamla testamentisins eða annara frægra manna. Finnur Jónsson seg- ir okkur um það mál í formála að máls- háttasafni sínu, að málshættirnir séu, eins og ævintýrin og svo margt í þjóðtrúnni, allra landa góss. Einna skemmtilegasta ritið á íslenzku um þetta efni mun vera safn séra Guðmundar Jónssonar, sem Hið íslenzka bókmenntafé- lag gaf út árið 1830. Séra Guðmundur hef- ur safnað af mikilli elju og skrásett kynstr- in öll af merkilegum og jafnframt oft undar- legum setningum, svo að jafnvel Finni Jóns- syni, málfræðingi og prófessor, ofbýður magnið 100 árum síðar og treystir sér ekki til að telja, sem von er, heldur margfaldar hinar 420 síður með um 30 málsháttum á síðu og reiknast þannig að safn séra Guð- mundar hafi að geyma um 12000 orðatil- tæki. Það virðist upphaflega hafa verið ætlun séra Guðmundar að safna málsháttum, en eins og stundum er um ákafa safnara, hef- ur hann ekki tímt að sleppa nokkurri góðri málsgrein, sem hann hefur rekist á í hinum ýmsu heimildum, hvort sem um málshátt var að ræða eða ekki, en hefur líka vaðið fyrir neðan sig, þegar hann gefur bók sinni nafn og kallar hana „Safn af íslenzkum orðs- kviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrð- um, sannmælum og málsgreinum, saman- lesið og í stafrófsröð sett af Guðmundi Jóns- syni, prófasti í Snæfellsness-sýslu og presti í Staðarstaðar-sókn". Fyrir þessari miklu bók skrifar hann svo ítarlegan og fróðlegan formála, telur þar fáar Norðurlandatungur auðugri af alþýðlegri heimspeki en okkar og líklega sannar hann það á þeim 420 síðum sem á eftir koma. Séra Guðmundur byggir bók sína á handritum, sem hann hefur fengið frá ýmsum mönnum Húsfreyjan 19

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.