Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 24
Sýnd voru nokkur snotur „rya''-teppi og
Barbara Arnason sýndi tvö ýfð teppi, gerð
með Aladdínsnál á strigagrunn. Voru leik-
andi kettir á öðru, sérlega skemmtilegt og
lifandi munstur. (Sjá mynd).
Handavinna sjúklinga á Kleppsspítala
hlaut að vekja sérstaka athygli. Gólfábreið-
ur, skrautmunir úr beini, útsaumur og tága-
munir, allt var unnið af mikilli smekkvísi.
Hlýtur leiðbeinandi sjúklinganna að vera fá-
gætum hæfileikum gæddur að ná svo prýði-
legum árangri í kennslunni.
Frú Sigríður ræddi á eftir við frú Sigrúnu
Stefánsdóttur, sem veitir forstöðu „Islenzk-
um heimilisiðnaði", en svo nefnist söludeild
Heimilisiðnaðarfélagsins.
Frú Sigrún segir, er ég spyr hana um
starfsgrundvöll Heimilisiðnaðarfélags Islands
og söludeildar þess, að Heimilisiðnaðarfélag-
ið sé arftaki sambands heimilisiðnaðarfélag-
anna gömlu og hafi verið stofnað árið 1959.
I Heimilisiðnaðarfélaginu geta verið félög,
nefndir úr félögum og einstaklingar. Sölu-
deildin, Islenzkur heimilisiðnaður, var stofn-
uð fyrir tíu árum. Félagið kaupir góða,
handþvegna ull, lætur spinna hana og vinna
að öllu leyti og selur síðan flíkurnar. Vinna
rösklega tvö hundruð manns að þessu fyrir
félagið, víðsvegar um land. Leiðbeint er um
munstur og Iag á flíkum og segir frú Sigrún,
að reynt sé að færa gömul munstur í nýtízku
búning. Félagið veitir verðlaun fyrir vel
unnar vörur og hefur það orðið mikil hvatn-
ing.
Mestu erfiðleikarnir eru að fá ullina vel
með farna frá byrjun. Það verður að hand-
þvo hana, vanda ofanaftekt, kembingu og
spuna, ef fullkominn árangur á að nást. Sölu-
deildin merkir síðan þær vörur, sem hún tel-
ur nægilega vel unnar, með merki, sem á
stendur „íslenzkur heimilisiðnaður", og tek-
ur það ýmist sjálf til sölu eða lætur verzlanir
eins og búðir Ferðaskrifstofu ríkisins, fá þær.
Þó að einkum hafi verið fjölyrt um ullar-
vinnuna í sambandi við sýninguna, þá ein-
kenndist hún samt af því hve fjölbreytilegir
munir voru sýndir að þessu sinni, enda áttu
yfir 100 aðilar muni á henni. Bárust þó
miklu fleiri munir en rúm var fyrir á sýn-
ingunni. Eg hef aðeins nefnt örfá nöfn, og
nokkuð af handahófi, því úrtímis er að benda
á einstaka gripi, fyrst sýningunni er lokið
þegar þessar línur birtast.
Oll sýningin var Heimilisiðnaðarfélagi Is-
lands til sóma og sönnun þess, hve margir
búa yfir þeim hagleik og listfengi, sem þarf
til að vinna fagra muni úr jafn ólíkum efn-
um og góðmálmum, ull og beinum. Sýning-
una sóttu nær þrjú þúsund manns.
24
Húsfreyjan