Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 30

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 30
HEIMILISÞÁTTUR JOLAGAMAN Sumum finnst desember-dagarnir lengi að líða. Saumið jóladagatal og fylgizt með tímanum. Senn er eitt árið liðið í aldanna skaut, og húsmæður um land allt eru farnar að hugsa til jólanna, þær forsjálustu hafa þegar haf- ið undirbúning þeirra. Jólin eru mesta há- tíð ársins, alls staðar viljum við hafa eitt- hvað sem minnir okkur á þau. Við þau eru bundnar margar gamlar venjur, sem eru okkur ómetanlegar, tengja saman fortíð og framtíð, og hverri húsmóður ber því að halda þær vel í heiðri. En þó er svo með þetta sem annað, að gjarnan viljum við smávegis nýbreytni til að auka á jólagleðina hverju sinni. Það er siður víða erlendis að festa upp sér- stök jóladagatöl í desember, svo að heimilis- fólkið, og líklega ekki sízt börnin, geti fylgzt nákvæmlega með því, hvernig dögun- um fækkar til jólanna, allir vita hversu mikil eftirvænting grípur yngri kynslóðina þessa skammdegisdaga, þótt húsmæðrum finnist þeir vafalaust líða mjög fljótt og tæplega vera of margir í jólaönnunum. Hér birtum við munstur af jóladagatali, sem telja má íslenzkt, því að frú Elsa E. Guð- jónsson hefur sett það saman, teiknað og saumað. Hún hefur verið svo væn að ljá Húsfreyjunni það, svo að lesendur hennar geti saumað eftir því að vild. Dagatalið er saumað í hárauðan perlu- jafa, fremur grófan, með perlugarni nr. 5. Jólatréð er auðvitað saumað með fagur- grænu garni, en tölurnar og jólastjarnan í gulum og hvítum litum, fuglarnir, andlitin 30 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.