Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 38
Matreiðslubók
konferenzráðsins
(Áður Ijirt í Vísi í júnímán. [>. á.).
Á uppboði hjá Sigurði Benediktssyni
í vetur var seld elzta matreiðslubókin, sem
gefin hefur verið út hér á landi, á eitthvað
yfir 3000 kr. Heitir hún „Einfaldt matreiðslu-
qver fyrir heldri manna hussfreyjur” og er
hún gefin út af frú assessorinnu Mörtu Maríu
Stephensen. Prentuð er hún á Leirárgörðum
árið 1800 á kostnað lslands konunglegu
Uppfræðingar Stiptunar og kostaði bókin
þá ekki nema 14 skildinga (28 aura).
Þessi bók er þá gefin út 15 árum eftir
móðuharðindin, en á þeim tímum urðu
menn að bjargast eftir föngum við matbjörg
úr innlendum efnum. En höfðingjar og
fyrirmenn landsins hafa sjálfsagt haft úr
meiru að moða og matreiðslubókin því ætl-
uð konum þeirra. Að minnsta kosti tekur
maður Mörtu Maríu Stephensen, sem skrif-
ar formálann að bókinni, það fram. En hann
vonast samt til að „almúgafólk” geti „margt
til hagnaðar og velsæmandi tilbúnings hrein-
Iegs og ljúffengs matar numið ... þótt meira
parti qversins sé æðri manna borðhaldi sam-
boðnari." Ennfremur skrifar assessorinn að
bókin sé gefin út vegna tilmælis elskulegs
bróðurs síns Magnúsar Stephensens, og að
síðustu afsakar hann málfar og stíl bókar-
innar að því leyti sem almenningur kann að
ætla honum að hafa lagfært fyrir konu sína
og játar hann, að hann sé óvanur ritgerðum
um slík efni.
Frekari vitneskju um tilkomu matreiðslu-
bókarinnar má lesa í broti úr ævisögu kon-
ferenzráðs Magnúsar Stephensen eftir sjálf-
an hann, sem birtist í Tímariti hins íslenzka
bókmenntafélags árið 1888. Magnús lagði,
árið 1783, af stað frá Kaupmannahöfn áleið-
is til Islands á kostnað konungs til að rann-
saka hvernig mætti hjálpa fólkinu í móðu-
harðindunum og einnig átti hann að semja
áreiðanlega sögu um eldgosið úr Skaftár-
jökli, en varð veðurtepptur um veturinn í
Noregi. Bjó hann þar hjá vini föður síns,
Þorkel Fjeldsted, sem þá var lögmaður í
Christianssandsstipt. I ævisögu sinni skrifar
hann eftirfarandi um dvöl sína þar og kemur
þá fram, hver hinn raunverulegi höfundur
matreiðslubókarinnar var:
„Frú Fjeldsted var hin mesta gáfu- og
dugnaðarkona til alls, sem heyrir til búnað-
ar í tignarmannahúsum, með hreinlæti og
þrifnað, pössun og orðu í öllum hlutum,
þeirra fegurð og viðhald, fyrirhyggju með
allt hvað við þurfti, beztu matreiðslu og
varðveizlu allra matvæla, ölbruggun, vand-
aðasta þvott og fína fata- og útsauma á
danskra tignarmanna móð. Sjálf dáfrið, ágæt-
lega menntuð og siðuð, blíð og ástúðleg,
ræðin, skemmtin og kurteis, vakti hún allra
innilega virðingu og geðþokka í hvern helzt
hóp sem hún kom. Henni ber með réttu sú
sanna þakkarverða viðurkenning, að allt, sem
finnst í matreiðslu vasakveri, útkomnu á
prenti á íslenzku árið 1800 undir sál. frúar
assessorinnu Mörtu Stephensens nafni, er
eiginlega hennar fyrirsögn að þakka, hverr-
ar M. St. innilega beiddist um allt, sem hér
á landi mætti verða vegleiðsla bæði heldri
konum og hyggnum í almúgastétt „hvað
hann eftir henni smám saman um veturinn
uppskrifaði á dönsku, sneri því síðan á ís-
38
Húsfreyjan