Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 40

Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 40
Orlofsvika húsmæðra að Löngumýri Orlofsvika húsmæðra á Akureyri, önnur í röðinni, var á Löngumýri í Skagafirði, dag- ana 22.—28. júní s. 1. Orlofsins nutu að þessu sinni 18 konur og 2 börn. Konurnar voru á aldrinum 34— 81 árs — meiri hluti eldri konur, sem búnar voru að ljúka miklum störfum, sumar margra barna mæður, en gátu nú loksins tekið sér frí og nutu þess líka sannarlega. Daginn, sem orlofið hófst, föstudaginn 22. júní, var iagt af stað frá Akureyri kl. 10 að morgni. Var ferðast með bíl frá Sleitu- stöðum í Skagafirði, hinum bezta farkosti. Vestur í Löngumýri var komið um hádegis- bil. Forstöðukona og húsmóðir á Löngumýri, frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir, stóð fyrir dyr- um úti, er bílinn bar að og fagnaði ferða- fólkinu af einlægri alúð og leiddi það til salarkynna staðarins. Var byrjað á að bera inn farangur og koma sér fyrir í herbergjum. Var það að nokkru búið, þegar hringt var til hádegisverðar. Borðin í borðstofunni voru smekklega skreytt með blómum og kertaljósum og vin- arblær yfir öllu. Vistir voru kjörnar að kost- um og reyndist svo allan tímann. Yfir borðum bauð frk. Ingibjörg forstöðu- kona gestina velkomna með hlýjum orðum, en frú Laufey Sigurðardóttir, sem var með konunum af háifu orlofsnefndar, þakkaði. Að lokinni máltíð var horfið inn í „garð- stofuna", en það er mjög fallegt og róman- tískt herbergi, fullt af blómum og fallegum munum og með góðum sætum. Þarna var drukkinn molasopi og rabbað saman og hin fyrsta kynning hófst. Síðan leituðu orlofsgestir til herbergja sinna og hvíldust fram að kaffi, sem var bor- ið fram kl. um 3,30. Að loknu kaffi fóru sumir út og fengu sér hressingargöngu. Kvöldverður var kl. 7. Um kl. 9 mættust heimafólk og gestir í „garð- ágæta álasúpa kóngamatur haldinn, og hef- ir þeim flestum gott af orðið er hennar hafa neytt; mun því rangur hugarburður (frem- ur) enn egin reynsla auka þeim viðbjóð við álafæðunni, sem henni hallmæla. Alasúpan er tilreidd allt eins og önnur fiskasúpa. All- inn er slægður, hreinsaður og roðið af-fleg- ið, en mjóu beinin lík hárum, sem finnast á hrygg hans og kviði eru klippt af, hitt brytj- að. Höfðinu er burtsnarað." Fylgir nú uppskrift af einum álarétti sem gæti staðið í nýrri matreiðslubók. „Alamusl eður álafrikkase heitir þegar állinn er hreinsaður, fleginn, og klipptur eins og áður er sagt, er brytjaður smátt og soðinn í pönnu eður potti með svo miklu af vatni að yfir stykkin fljóti aðeins, litlum urtavendi í, sé hann til og nokkru af salti. Þegar vel sýð- ur er urtavöndurinn upp úr tekinn, en seyð- ið jafnað með hveiti, og sýrt með nokkru af hvítu víni. I þessu musli má og sjóða ef vill dálítið af steyttu engifer eður og negulnögl- um. En fæða þessi er ágæt." Margar aðrar skemmtilegar uppskriftir er hægt að finna í bókinni, sem er eins og sést af þessum dæmum skrifuð í kansellistíl þeirra tíma. Uppskriftirnar miðast að sjálfsögðu við þær aðstæður sem þá voru. Kemur framfara- hugur Magnúsar Stephensen greinilega í ljós, þegar hann mælir með álaneyzlu. En skildi hann hafa órað fyrir því, að pönnukökur yrðu seinna meir bornar á borð á hverju ís- lenzku heimili? 40 Sigríður Haraldsdóttir. Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.