Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 41
stofunni" og þar hófst eins konar kvöldvaka,
sem orlofskonur sáu um. Laufey Sigurðar-
dóttir flutti ávarpsorð og Jórunn Olafsdótt-
ir fór með bundið mál og óbundið. Síðast
var lesinn sálmur, áður en horfið var til
hvílu. Hinn fyrsti orlofsdagur að Löngumýri
var liðinn. Hann hafði yljað hugum þeirra,
er hans nutu og auðgað sjóð minninganna,
Næstu dagar voru með líku sniði. Matur
og kaffi var á reglubundnum tíma. Föst
venja var að hafa hvíldartíma að loknum
hádegisverði og fram um kaffi. En eftir
kaffið var oftast farið út, andað að sér fersku
lofti og gengið um, sér til ánægju og hress-
ingar.
A hverju kvöldi, áður en til hvílu var
gengið, var helgistund, lesinn sálmur og
stundum auk þess flutt bæn eða hugleiðing.
A þessum stundum náði hver dagur mestri
dýpt, og hygg ég, að enginn hefði viljað án
þeirra vera.
Annan orlofsdaginn, laugardaginn 23. júní
bar að garði á Löngumýri þrjá góða gesti,
frú Grethe Asgeirsson frá Hveragerði og frk.
Sigurlaugu Eggertsdóttur og frk. Jónínu
Bjarnadóttur húsmæðrakennara úr Reykja-
vík.
Að kvöldi þessa dags sýndu húsmæðra-
kennararnir litskuggamyndir, prýðisfagrar, er
veittu hina mestu ánægju. Þá flutti og ein af
orlofskonunum, frú Elísabet Friðriksdóttir,
ágætt erindi um hina merku konu, frk. Olaf-
íu Jóhannsdóttur, sem hún hafði persónuleg
kynni af. Að síðustu var lesinn sálmur Kol-
beins skálds Tumasonar — „Heyr himna-
smiSur" og forstöðukonan flutti hugleiðingu
og bæn — auðuga að fegurð og trúarhita.
A sunnudagskvöldið sáu húsmæðrakenn-
ararnir, sem áður er getið og starfsstúlkur á
Löngumýri að mestu um kvöldvökuna, sem
var með léttum blæ. Sýndir voru smáleikir
og fluttir stuttir leikþættir, enn fremur var
komið í leiki, og lesið upp. — Auk þeirra
gesta, sem þegar hafa verið nefndir, komu í
heimsókn að Löngumýri þessa orlofsviku,
konur úr Lýtingsstaða- og Akrahreppi í
Skagafirði, sumar þeirra skemmtu með upp-
lestri og allar yljuðu þær og glöddu með
nærveru sinni.
A mánudag 25. júní, en þá var unaðslegt
veður, eins og það getur fegurst orðið á
sumardegi — glaðasólskin og logn — fór or-
lofsfólk og gestir í ferð um Skagafjörð og
var forstöðukona Löngumýrar og starfslið
hennar að sjálfsögðu með í förinni. Var ferð-
ast sem fyrr í bíl frá Sleitustöðum. Farið
var „heim að Hólum" og kirkjan skoðuð.
Síðan var farið til Hofsóss og ekið á Höfða
á Höfðaströnd. En þaðan er mjög fagurt
um að lítast í jafn fögru veðri, þegar Skaga-
fjörður skein við sólu og skartaði sínu dýr-
asta skrúði.
Þegar komið var aftur til baka — til Hofs-
óss, tóku hjónin frú Pála Pálsdóttir og Þor-
steinn Hjálmarsson á móti hópnum, og var
síðdegiskaffis neytt í húsi þeirra. Frú Pála
hafði fylgt okkur út að Höfða, og er við fór-
um frá Hofsósi slóst hún í för með okkur
fram að Löngumýri og var þar þangað til
daginn eftir. A heimleiðinni var ekið til
Sauðárkróks og skoðað hið nýja og glæsi-
lega sjúkrahús staðarins.
Síðan var ekið heim að Löngumýri í
glampandi sólskini. Anægjulegri ferð, sem
auðgað hafði að mörgum góðum minning-
um var lokið. — Kostnaði við þetta ferða-
lag, sem orlofskonur báru að mestu leyti
sjálfar, var mjög stillt í hóf, en það hafði
vakið almenna ánægju og varð þannig
prýði á vikunni.
Þegar kvöldverðar hafði verið neytt og
hvílzt um stund eftir ferðalagið, var komið
saman í „garðstofunni" og þar flutti frú
Grethe Asgeirsson erindi um líf sitt —
danskrar konu á Islandi, en hér hefur hún
nú dvalizt um 40 ára skeið. Kvöldvökunni
lauk með orgelspili og sálmasöng.
Daginn eftir var líka mikið sungið og
spilað. Hinn góði gestur staðarins, frú Pála
Pálsdóttir, sat allan morguninn að kalla við
HúsIr ey j an
41