Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 43
Kona lýkur meistaraprófi
í íslenzkum fræðum
frá Háskóla Islands
Nýlega hefur kona lokið meistaraprófi í
íslenzkum fræðum frá Háskóla Islands. Var
það Arnheiður Sigurðardóttir frá Arnarvatni
í Mývatnssveit, og er hún önnur konan sem
þessu námi lýkur frá Háskólanum. Hin var
Nanna Olafsdóttur.
Arnheiður er dóttir hinna þekktu merkis-
hjóna, Sigurðar Jónssonar skálds á Arnar-
vatni og konu hans Hólmfríðar Pétursdóttur
frá Gautlöndum, og mun ekki þurfa að
kynna þá landsþekktu konu fyrir lesendum
Húsfreyjunnar.
Arnheiður ólst upp á heimili foreldra
sinna við þann menningar- og fræði-
mennskublæ, sem þar ríkti, og sótti ekki
skóla utan sveitarinnar, þar til hún, tvítug,
settist í annan bekk héraðsskólans að Laug-
arvatni. Þaðan fór hún í Kennaraskóla Is-
lands og settist þar einnig í annan bekk, og
tók þaðan burtfararpróf árið 1944. Arnheið-
ur kenndi síðan tvo vetur heima í Mývatns-
sveitinni og einn vetur kenndi hún bókleg
fræði við Húsmæðraskólann á Hallormsstað.
En haustið 1947 fór hún til Danmerkur og
stundaði næsta vetur nám við Kennaraháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Þegar heim kom, réð-
ist hún sem kennari að Reykjaskóla í Hrúta-
firði og kenndi aðallega íslenzku, sem alltaf
mun hafa verið uppáhaldsnámsgrein henn-
ar. Arnheiður var mjög vel látinn kennari,
en menntaþráin sótti á, hún vildi ekki láta
hér staðar numið, og haustið 1952 flutti hún
til Reykjavíkur og hóf að búa sig undir stúd-
entspróf, en vann þó jafnframt fyrir sér með
kennslu- og skrifstofustörfum. Stúdentspróf
tók hún vorið 1954, en innritaðist sama
haust í norrænudeild háskólans og þaðan
tók hún svo, í haust 6. okt., meistarapróf í
íslenzkum fræðum, og stóðst prófið með
góðri viðurkenningu.
Sem síðasta hluta prófsins flutti Arnheið-
ur opinberan fyrirlestur í háskólanum, um
verkefni, sem henni hafði verið úthlutað, en
það var: „Benedikt Gröndal og störf hans í
þágu íslenzkra fræða”. — Húsfyllir var og er-
indinu mjög vel tekið.
Húsfreyjan óskar hinni ungu menntakonu
allra heilla, og efast ekki um, að fræðistörf
hennar muni verða íslenzkum konum til
uppörvunar og aukinnar þekkingar.
A. S.
EFNI bls.
Barn er oss fœtt (sr. Haraldur Níelsson)---------- 3
Þáttur heimilis og uppeldis (Jensína Halldórsd.)— 5
Minning (SigríÖur Fanney Jónsdóttir) _______________ 8
Okkar á milli sagt (Rannveig Þorsteinsdóttir) — 10
MinningarorÖ (Laufey Sigurðardóttir) -------------- 12
Tvennir tímar (saga eftir Ragnheiði Jónsdóttur) 15
Sólskinsdagar (Quöný Stefánsdóttir) _______________ 18
Málshœttir og spakmæli (Vigdís Finnbogadóttir_____19
Manneldisþáttur (Kristjana Steingrímsdóttir)______21
Heimilisþáttur Sigr. Thorlacius og Sigr. Kristj.d. 23
Sjónabók (Elsa E. Guðjónsson) _____________________ 27
Matreiðslubók konferenzráðsins (Sigr. Haraldsd.) 38
Orlofsvika húsmæðra að Löngumýri (Jór. Ólafsd.) 40
Kona lýkur meistaraprófi (A. S.) __________________ 43
Gleðileg jól!
Gott og farsœlt nýtt ár!
Bifreiðastöðin Bcejarleiðir
Gleðileg jól!
Farscelt komandi ár!
Lýsi hf.
Gleðileg jól!
Gott og farsœlt nýtt ár!
Alaska
Gleðileg jól!
Farsœlt komandi ár!
Dagblaðið Vísir
Gleðileg jól!
Gott og farsœlt nýtt ár!
Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna hf.
Húsfreyjan
43