Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 10
Já, fræðslukvikmynd í læknisfræði. All- ir horfðu á þær. Hún kannaðist við knöpp klaufaleg tilsvörin. Tengdasonur hennar lék fáfróða, bljúga, leikmanninn, en Jac- obs læknir var ,,rödd vísindanna". Hún, sem fengið hafði hlutverk hins deyjandi sjúklings, var sú eina, sem var alls ófús að eiga þátt í leiknum. Hún sá Jacobs lækni gjóa augunum hæversklega á úrið á loðnum úlnlið sín- um. Barkakýlið á Tom hrökk með erfið- ismunum upp og niður hálsinn á honum. „Eruð þér vissir um, að henni líði vel?“ sagði hann. ,,Er ekkert meira hægt að gera fyrir hana?“ ,,Nei“ sagði ,,rödd vísindanna11 aftur. „Henni líður eins vel og aðstæðurnar leyfa“. Hamingjan góða, hugsaði hún, honum tekst upp í dag! En þeir orðaleppar — útslitin vél — eins vel og aðstæðurnar leyfa. Þar á ofan verð ég svo að horfa uppá hann snýta sér, vel og rækilega. Hún óskaði að þeir færu. Þegar tíminn var orðinn naumur, þá var hörmulegt að láta eyða honum í smámuni. „Ég lít inn seinna“, muldraði læknir- inn niður í vasaklútinn. „Ungfrú Barr- ows veit hvað gera þarf“. Hann þurrkaði á sér nefbroddinn og henni fannst sér aukast styrkur við þann illgirnisvott, sem hún fann kvikna við að horfa á þá athöfn. Þá hvarflaði athygli hennar að því, að tvö tár mynduðust í augnakrókunum á Tom og hún hugsaði með sér, að Tom væri góður drengur, ekki ljóngáfaður, en góður. Hvaða maður annar myndi hafa annazt móður fyrri konu sinnar svona mörgum árum eftir að konan var dáin? Jacobs læknir tók upp töskuna sína og beið þess kurteislega, en dálítið óþolin- móður, að tengdasonur hennar fylgdi hon- um út. „Mér finnst að hana langi til einhvers, sem hún ekki getur sagt mér hvað er“, sagði Tom. „Það er hræðilegt að geta ekki vitað hvort hana vanhagar um eitt- hvað“. Rödd hans var afsakandi. Þessi óvænti næmleiki hans ýfði hina ólgandi þrá hennar að tjá löngun sína. Hún starði á hönd sína með gremju og sársauka, eins og hún væri trúnaðarvin- ur, sem synjaði henni um smá greiða. Hrukkótt höndin lá hlutlaus á bleikri á- breiðunni og hugur hennar barðist jafn árangurslaust um í líkama hennar og fugl, sem flýgur á gluggarúðu. „Það er svo algengt, að aðstandendur hugsi þannig“, sagði læknirinn rólega og lagði höndina á handlegg Toms. „Amma þarfnast ekki margs héðan af. Hún myndi vilja losna strax, en það er ekki alltaf jafn auðvelt — það tekur sinn tíma“. Hann veit svo sem sitthvað um það hvernig fólk deyr, hugsaði hún, en það var engin von til þess að nokkurn grunaði heimskulega, ástríðufulla löngun léttúð- ugrar, gamallar konu, eins og hennar, löngun, sem bannaði henni að taka í hönd dauðans, þótt hún þráði það. Hvernig átti nokkrum manni að hugkvæmast þau orð, sem hún varð að fá að heyra einu sinni enn, áður en skynjun hennar hyrfi? „Jæja“, sagði Tom. „Ég sendi í gær boð eftir dóttur minni. Hún er í heima- vistarskóla, en hún ætti að koma í dag. Ef ömmu liggur eitthvað á hjarta, þá mun hún skilja það“. „Það er ágætt“, sagði læknirinn. Henni var skemmt, þegar þeir læddust á tánum út úr herberginu, en þó höfðu þeir talað fullum rómi við rúmstokkinn hennar. Kátínan varaði þó skammt og söknuð- urinn greip hana á ný. Þennan dag saknaði hún eiginmanns síns af ferskri kvöl. Hann var dáinn fyrir svo mörgum árum, ,að fjarvist hans hafði lengst af verið stöð- ugur, en dulinn sársauki. Árangurslaust reyndi hún að ímynda sér, að Godfrey hefði læðzt á tánum. Nei Godfrey hefði verið við rúmið hennar og sett allt í háaloft af ástúð og áhyggjum, reiður og hryggur yfir því, að hún væri veik. Hann hefði spurt hundrað spurninga, sem hún hefði verið of þreytt til að svara og ætt um gólfið og viljað berjast gegn 8 H ÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.