Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 28

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 28
i FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA 1 Svnisliorii af fataskápum 1. mynd. Föt af sömu sídd eru látin hanga saman á slánum (kjólar, sloppar, frakkar o.þ.h.). Hluti af skápnum er not- aður þannig, að tveim stöngum er komið fyrir, annarri fyrir ofan hina, svo að nota má fyrir styttri flíkur, t.d. pils, blússur og jakka. Hálft skilrúm er á milli hólfanna, og á það eru stengurnar festar. Á efstu hillunni eru geymdir hlutir, sem sjaldnar eru notaðir, svo sem sumarföt á veturna og vetrarföt yfir sumarið í möltraustum öskjum. Skúffurnar í þessum skáp eru úr plasti og renna á listum. Þær eru mjög þægileg- ar í notkun. Slíkar skúffur hafa verið til sölu í byggingarvöruverzlunum í Reykja- vík og ef til vill víðar og kosta um 140— 160 kr. með listum eftir stærð. Á gólfinu í skápnum er komið fyrir tveim slám til að geyma á skó, hentugt er að nota málmrör til þessa, en einnig má vel nota trésköft, sem lakka má með glæru lakki. Einnig eru fáanlegar plast- klæddar grindur fyrir skó (sjá 7 mynd). 2. mynd. Barnafataskápur þessi er þannig útbúinn, að aðeins hæfilegt rúm er ætlað fyrir barnafötin. Sparifötin eru geymd á efri slánni, en hversdagsfötin neðar, þar sem börnin geta sjálf náð í þau og hengt þau upp. Það rými sem spar- ast á þennan hátt er notað undir skúffur. Hvert barn hefur sinn lit á skúffunum. 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.