Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 41

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 41
Enginn á heimtingu á HAMINGiU Framhald af bls. 17 ur tillit, þá gerum við það ekki vegna þess, sem reynslan hefur kennt okkur um þessi mál, heldur vegna þeirra fyrirheita, sem ástríðan gefur meðan við erum á valdi hennar. Óbreytt stendur þá hin illa breytni, sem ástríðan orsakaði, og valdið hefur örvæntingu og niðurlægingu, en hamingjan mikla, sem átti að höndla, verður oft svikul. Allir, nema herra A og frú B vita, að eftir svo sem eitt eða tvö ár getur verið, að hann yfirgefi hana af nákvæmlega sömu orsökum og hann yfir- gaf fyrstu konu sína. Hann verður á ný sannfærður um, að nú sé allt í veði. Hann sér á ný sjálfan sig sem hinn mikla elsk- huga og sjálfsmeðaumkvun hans mun skyggja á meðaumkvun hans með kon- unum. Tvennt vil ég enn taka fram: I fyrsta lagi. Samfélag, sem leyfir og afsakar ótryggð í hjónabandi, hlýtur alltaf að verða konunum andstætt þegar til lengdar lætur. Konur eru, hvað sem hver segir, í eðli sínu nær því en karlmenn, að vilja hafa einn maka. Það er líffræðileg nauðsyn. Þar sem lauslæti ríkir, verða þær alltaf fremur fórnarlömb en söku- dólgar. Þeim er líka nauðsynlegra öryggi heimilisins en okkur, Og það aðdráttar- afl, sem þær einkum hafa fyrir karlmenn, EFNI: bls. Um konur í austri og vestri (Sigr. Th.)... 1 Norræna bréfið (Guðrún P. Helgad.) ........ 6 Hinsta óskin (Saga, Sigr. Th. þýddi) ...... 7 Um fituna (Sigr. Haraldsd.) ............... 12 Enginn á heimtingu á hamingju (S. Th. þ.) . . 15 Síld og síldarréttir (Kristjana Steingrímsd.) 18 Sjónabók (Elsa E. Guðjónsson) ............. 23 Sýnishorn af fataskápum (Sigr. Kristj.) . 26 Um bækur (Sigr. Thorlacius) ............... 29 Prjónið dragt eða kjóla á ykkur sjálfar 30 Vel pressaðar buxur........................ 32 Prjónið peysu á eiginmanninn .............. 34 Nokkur minningarorð um móður mína (J. J.) 35 Úr ýmsum áttum............................. 37 Þorraþræll (Kvæði eftir G. B.) ............ 38 Húsfreyjan kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjórn: Svafa Þórleifsdóttir Meðalholti 9 - Sími 16685 Sigríður Thorlacius Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir Sunnubraut 6, Kpv. Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir Hringrbraut 89 - Sími 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Meðalholti 9. Auglýsingast j óri: Matthildur Halldórsdóttir. Sími 33670 Verð árgangsins er 60 krónur. I lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 20 kr. Gjald- dagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. líkamsfegurðin, fölnar ár frá ári, eftir að þær eru orðnar fullþroska, en slíkt skiptir ekki máli fyrir karlmenn, konum er nokk- uð sama um fríðleika okkar! í miskunn- arleysi lauslætisins eru konur því marg- falt verr settar. Ég á lítið sammerkt með siðferðispostulunum, sem blöskrast yfir aukinni ágengni kvenna. I mínum augum er hún vottur um síharðnandi samkeppni og aumkimnarverð. f öðru lagi: Þó að „heimting á ham- ingju“, sé enn að mestu miðuð við kyn- hvötina, virðist auðsætt, að þar verður ekki látið staðar numið. Sé þessi kenni- setning tekin gild, hlýtur hún fyrr eða síðar að ná til alls lífs okkar. Þannig þok- umst við til samfélags, þar sem ekki ein- asta hver einstaklingur, heldur líka hver eðlishvöt hvers einstaklings, krefst ó- hindraðs svigrúms. Og þá er menning okkar, þrátt fyrir tæknina, mergfúin og mun skolast á braut. Og þá verður ekki einu sinni hægt að segja — því miður. S. Th. þýddi. 39 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.