Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 15
undir því komið hve olíusýran er mikil í hlutfalli við stearínsýru og palmitínsýru. I olíusýru er tveim vatnsefnisfrumeindum færra en í stearínsýru. I olíusýru eru tvær kolefnisfrumeindir tengdar saman með tvöfaldri bindingu. En auðvelt er að breyta þessari tvöföldu bindingu með efnafræðilegum aðferðum og þar með breyta olíusýrunni í stearínsýru. Oliu- sýran er þess vegna kölluð ómettuð sýra. I Norður-Evrópu er matarvenjum þannig háttað, að föst fita er tekin fram yfir olíu, enda er föst fita auðveldari verzlunarvara en olía og þránar síður. Þess vegna eru margar olíur hertar (oliu- sýrunni í fitunni breytt í stearínsýru) og notaðar í smjörlíkisframleiðslu. Mikið er ritað um, að föst eða mettuð fæða sé óheppilegri til manneldis en sú fita sem í er mikið magn ómettaðra fitusýra. Hefur af ýmsum verið bent á samhengið milli hins aukna magns mettaðrar fitu í fæð- unni og hinnar uggvekjandi tíðni dauðs- falla af hjarta- og æðasjúkdómum í hin- um svokölluðu ,,velferðarríkjum“. Magnið af ómettuðum fitusýrum í hin- um ýmsu fitutegundum sem við leggjum okkur til munns er mjög mismunandi, og getur meira að segja munað talsverðu til eða frá í sömu framleiðsluvörum. Talið er, að í maísolíu og í sojabauna- olíu sé um 55% af fitumagninu ómettaðar fitusýrur, en í jarðhnetuolíu ekki nema 25% ómettaðar fitusýrur. f smjörlíki eru um 10% ómettaðar fitusýrur, en magnið fer að sjálfsögðu eftir hráefnum og fram- leiðsluaðferðum. Samkvæmt upplýsingum frá smjörlíkisgerðunum í Reykjavík hafa þær ekki viljað fara út í að auglýsa neina prósentutölu, þar sem talsvert getur mun- að til eða frá hverju sinni. f smjöri eru ekki nema 3% af ómettuðum fitusýrum og í kókosfeiti (palmín) 2%. í feitum fiski er 30—50% af fitumagninu ómett- aðar fitusýrur. Að öllum líkindum er lítið af ómettuðum fitusýrum í tólg, en mun meira í hrossafeiti en ekki hefur tekizt að afla vitneskju um þau efni. Ef menn hafa áhuga á að auka magnið HÚSPBEYJAN af ómettuðum fitusýrum í fitu fæðunnar er ráðlegt að nota salatolíu að nokkru leyti í staðinn fyrir smjör, tólg og smjör- líki, og feitan fisk í staðinn fyrir kjöt. Þegar keypt er salatolía í matinn, ætti fremur að velja maisolíu og sojabauna- olíu en jarðhnetuolíu. Þegar húsmæður steikja mat, ættu þær að nota salatolíu. Fiskur steiktur í salat- olíu verður áfeðarfallegur og bragðgóður. Þar sem ekkert vatn er í salatolíu, en um 16% af vatni í smjöri og smjörlíki, má nota minna af olíu en af smjörlíki. I stað- inn fyrir 100 g smjörlíki þarf einungis að nota 85 g salatolíu. Þess skal einnig getið, að 1 dl salatolía er um 90 g á þyngd. Einnig er hægt að nota salatolíu í bakst- ur. Uppskriftir af slíkum kökum gætu komið í blaðinu síðar, ef áhugi er fyrir hendi hjá lesendum. En jafnframt verður að hafa í huga, að i smjöri og smjörlíki er mikið af A-víta- míni, sem ekki er í hinum ýmsu olíum. Til þess að fá nægilegt magn af A-vítamíni verður að auka neyzlu grænmetis (sér- staklega gulrótna og grænkáls) eða taka inn vítamíntöflur að öðrum kosti. En þar sem norska nefndin lagði einn- ig til að minnka bæri daglega fituneyzlu, er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir hvaða gagn fitan gerir. Við getum ekki lifað algjörlega án fitu, en enginn hefur treyst sér til að setja upp hve litla fitu sé hægt að komast af með. I fitu er að finna hin fituuppleysanlegu vítamín (A, D. E og F-vítamín) sem eru manninum lífs- nauðsynleg, og þar að auki verður eitt- hvert fitumagn að vera fyrir hendi til þess að við getum hagnýtt okkur þessi fitu- uppleysanlegu vítamín. Fitusnauður matur er líka leiðigjarn, því fitan hefur mikil áhrif á bragðið af matnum. Allar húsmæður kunna þá list að láta rjóma út í sósu til bragðbætis, og flestir okkar taka rjómabland fram yfir mjólk út á skyr og ávaxtagrauta ef efni og ástæður leyfa. Ekki þykir mikið varið í sláturkepp, sem lítill mör hefur verið látinn í. Við steikingu myndast 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.