Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 23
saxaður laukur, 1 tsk steinselja, 1 msk mýkt smjör, 1 tsk salt, % tsk muskat. Öllu blandað saman. Fyllingin sett inn- an í síldarnar, sem er raðað í smurt, eld- fast mót. Smjörbitar settir ofan á. Bakað við 200° í 15 mínútur. Síld í móti % kg ný síld 1 tsk salt Vs tsk pipar 2 msk sítrónusafi 6 ansjósur 2 dl rjómabland Brauðmylsna 2 msk smjörlíki Síldin hreinsuð og flökuð. Salti og pipar stráð á flökin. Sítrónusafa hellt yfir. Flökin sett í smurt mót. Ansjósan hreinsuð, söxuð smátt, blandað saman við rjómablandið (mjólk), sem síðan er hellt yfir síldina. Brauðmylsnu stráð yfir, smjörlíkið í bitum. Steikt í ofni 15—20 mínútur. Borðað með hráu salati og kart- öflum. Síldarkökur Va kg hreinsuð síld 50 g reykt flesk lítill laukur 2 msk kartöflumjöl Vz msk salt Vi tsk pipar nál. 1 dl mjólk 100 g smjörlíki Síldin söxuð tvisvar ásamt fleski og lauk. Kartöflumjöli og kryddi blandað saman við, mjólkinni hrært smátt og smátt sam- an við. Búnar til kringlóttar flatar kökur, sem steiktar eru á pönnu. Bornar fram með góðum grænmetis- jafningi. Síldarbúðingur 5 nýjar síldar 3 soðnar kartöflur 1 msk salt 2 msk kartöflumjöl Síldin hreinsuð og flökuð, söxuð 5 sinnum ásamt kryddinu, kartöflum og kartöflu- mjöli. Deigið hrært vel ásamt mjólkinni. Sett í smurt mót, soðið í vatnsbaði % klst. Borið fram með góðri, helzt brúnni, sósu og soðnum gulrótum. Síld í hjúpi 1 kg síld 2 harðsoðin, söxuð egg 1 msk smjör salt og pipar 1 msk tómatkraftur Málmpappír Oll bein tekin úr síldinni, flökin þerruð vel. Smjöri, tómatkrafti og eggjunum % tsk pipar Vi tsk muskat 3 dl mjólk hrært vel saman, kryddað. Sett inn í síld- arnar, sem smurðar eru með smjöri eða matarolíu. Málmpappír látinn utan um hverja síld. HÚSPBEYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.