Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 30
6. mynd. Plastskúffur eða skúffugrind- ur geta komið í staðinn fyrir tréskúffur og eru ódýrari, en kannske ekki eins var- anlegar. Þær hafa fengizt t.d. í Bygginga- vöruverzlun Kópavogs og verzluninni Húsið á Klapparstíg. Listarnir eru fáan- legir með þeim, og getur fólk þá sjálft komið þeim fyrir í skápnum. Þannig má nýta allt rúm í skápunum, svo að þægi- legt sé að finna hvern hlut, og hafa röð og reglu á fatnaðinum. Einnig loftar vel um þann fatnað, sem geymdur er í skúff- unum. 7. mynd. Ódýr skógrind. 8. mynd. Skúffulistarnir eru festir á hliðarnar í skápnum, þannig að málið A verður 34,5 sm eða 44,5 sm, eftir stærðum skúfanna. Grynnstu skúffurnar þurfa 10 sm bil á milli listanna, en einnig fást skúffugrindur, sem þurfa 20 eða 30 sm bil. Myndir þessar eru af sýningu í Danmörku, sem opin hefur verið þar í nokkur ár á vegum S.H.R. Myndunum er m.a. ætlað að benda fólki á, hvernig það geti breytt skápum sem fyrir eru, þannig að hvert horn notist sem bezt. Ef þið ætlið að láta smíða skápa, ættuð þið að mæla nákvæmlega það pláss sem skáparnir eiga að taka; teiknið þá síðan upp á millimetrapappír og áætlið hvar hver hilla eða slá er bezt sett, miðið þá við þá hluti, sem þið hugsið ykkur að geyma á hverjum stað. Þannig er bezt að átta sig á hvernig hver sentimetri notast bezt. Það léttir mjög dagleg störf að hafa röð og reglu í skápum og skúffum, og geyma ekki lengi þá hluti sem hætt er að nota. 28 Hinzta óskin Framhald af bls. 11 ég hef aldrei heyrt það nefnt. Ég hef lesið það á blaðinu í Biblíunni“. Henni fannst einhver vera að gráta. Meðan hún beið eftir þessum lausnarorð- um, fagnaði hún heitum og svalandi tár- um æskunnar. Það var síðasta skynjun hennar. Herbergið var að hverfa í rökkurmóðu. Einhvers staðar langt, langt að, bárust orðin, þessi dýrmætu orð, sem hún hafði þráð. Þau hljómuðu skært, hin síðasta taug til lífsins. „Hvíldu þig, Jennifer. Hvíldu í friði, Jennifer Jane“. S. Th. þýddi. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.