Austurland


Austurland - 23.12.1997, Síða 15

Austurland - 23.12.1997, Síða 15
Jól 1997 15 Austurlandi til að hefja slíka heildarskráningu. Skráningin tók alls um tíu vikur, það er útivinnan, en úrvinnsla gagna mun lengri tíma. Á þeim tíma var verið að þróa tvenns konar fomleifaskrán- ingarkerfi og voru báðir kostir prófaðir, sem ásamt með öðm tafði fyrir því að verkinu lyki. Sumarið 1996 hófst heildarskráning á fomleif- um á Fljótsdalshéraði og verður fram haldið næstu ár, og skráning er vel á veg komin í Austur-Skafta- fellssýslu á vegum sýslusafnsins þar. Fyrir liggur að koma af stað fomleifaskráningu á fjörðum niðri. Fomleifaskrá Norðfjarðar er nú loks komin á prent, og með henni fengið gott yfirlit yfir gamlar minjar á svæðinu sem hét Neskaupstaður og Norðfjarðarsveit þegar lagt var af stað, Neskaupstaður þegar verki lauk, og enginn veit á þessarri stundu hvað heita mun þegar sameining við nærliggjandi sveitir hefur átt sér stað. Skráning þarf að fara fram í öllum öðmm hlutum hins nýja sveitarfélags, enda er það nauðsynlegt áður en ákvarðanir eru teknar um nýtingu lands, og reyndar lögbundinn undirbúningur fyrir frágang skipulags. Flestallir minjastaðir í Norðfirði voru ljós- myndaðir og var það hluti af skráningarvinnunni, sem annars tíðkast ekki. Það var meðal annars gert í þeim tilgangi að afla myndefnis varðandi elstu byggð í sveitarfélaginu vegna væntanlegrar útkomu Sögu Norðfjarðar. Mjög er undir hælinn lagt hvemig tekst að mynda fomleifar, þær eru margar mjög útflattar og ógreinilegar af þeirri ástæðu eða vegna þess að gróður hefur kaffært þær. Einnig er mismunandi hvemig gengur að finna gott sjónarhorn þegar ekki er hæð í lands- laginu þaðan sem lag á tóttum sést vel. Hér eru birtar nokkrar ljósmyndir frá fornleifa- skráningunni. Þær eru valdar með það fyrir augum að sýna fjölbreytt landslag hinna ýmsu hluta Norðfjarðar og minjar um búsetu þar á ýmsum tímum. Myndimar eru ekki birtar í Fomleifaskrá Norðfjarðar. Til að kortleggja enn betur upphaf búsetu í Norðfirði hefur verið ákveðið að gera tilraun til að aldursgreina tóttir á nokkrum stöðum þar sem álitið er að hafi verið býli fyrr á öldum. Sú vinna mun fara fram síðla næsta sumar ef til þess fást tilskilin leyfi. Verða þá gerðir könnunarskurðir í tóttir á nokkrum stöðum sem skráðir hafa verið sem fombýli. Skurðimir munu vonandi leiða í ljós aldur og gerð fomleifanna, en um þá staði sem helst koma til greina eru litlar eða engar heimildir að finna í rituðu máli. Fornleifaskrá Norðfjarðar liggur frammi á bæjarskrif- stofunum í Neskaupstað og á Mynda- og skjalasafni Norð- fjarðar. Ef einhverjir hafa áhuga á að eignast ritið er hægt að panta það á bæjarskrifstofunni, verð þess er kr. 1.500. Duggarabás, öðru nafni Illibás, er utarlega á Barðsnesinu. I hann fellur lœkur, og sóttu hollenskir ogfranskir duggusjómenn í hann til að endurnýja vatnsbirgðir sínar. Ofan við básinn eru stekkjarleifar, tvö hólf sem sjást vel snemma á sumrin áður en gróður nœr sér á strik. Stapinn undan básnum heitir Hallandi en utar sést Þorgrímsstapi. Framrœsluskurður ofan við túnið í Sandvíkurseli. Skurð- urinn var grafinn í tíð Magnúsar Marteinssonar bónda þar, líklega á árabilinu 1885-1895, og mun hann sjálfur hafa unnið mest að því með reku. I Seli eru minjar um miklar jarðabótaframkvœmdir frá því um aldamót. Síðast var búið í Seli 1944, en búið á tveim öðrum bœjum í Sandvík lítið eitt lengur. Þar er nú sannkölluð sumarparadís þar sem gamlar minjar gróa saman við landið smátt og smátt. Máríuversfjara utarlega á Barðs- nesi, til vesturs sést inn í stajn Hellisfjarðar. Fjaran er niður af Bœjarstœði, en um þann stað er sú þjóðsaga að þar hafi Barði landnámsmaður búið. Gjöful fiskimið voru á utanverðum Norð- fjarðarflóa og útræði stundað beggja vegna fjarðar. Hofs- kirkja í Vopnafirði átti skálavist að Rauðubjörgum og tveggja skipa höfn, líklega er átt við Máríuver, þó að nú sjáist engin merki um útrœði þar. Innan við fjöruna er falleg stekkjartótt A Skálum í Sandvík. Þar er ein lendingin í víkinni og má ekki mikið út af bera svo að þar verði ólendandi. Engu að síður var róið frá Skálum, bamdur sóttu þaðan sjó, upp úr síðustu aldamótum myndaðist þar verstöð og sjóhús voru reist utan í bröttum brekkunum. Nú sjást grunnar húsanna, sumir stein- steyptir, aðrir grjóthlaðnir, en húsin hafa verið rifin eðaflutt burt. Myndin sýnir vindustœði ofan við Skálabás. Völvuleiði á Stuðlum, hoftfrá gamla bœjarstœðinu. Völvuleiði eru þjóðtrúarstaðir að talið er og eiga þar að vera grafnar völvur, sem oft eru verndarvœttir. Völvuleiði eru oft þúfur eða aðrar upphœkkanir í túnum, þrjú eru skrásett í Norðfirði, en af þeim er eitt týnt, sem var í Grœnanesi. Völvuleiðið á Stuðlum er stakur klettur með gróðurþekju á alla vegu nema að norðan. Útsýn frá Hellisfjörubökkum á Barðsnesi. í forgrunni eru grjót- hlaðnir veggir réttar þar á bökkunum, enfjœr sést ysti hluti Norð- fjarðarnípu og Tóarfjall, Akurfell og Dalafjall við Mjóafjörð utar.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.