Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 9
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
ÞAÐ í fomu máli — og síðar
0. Inngangur1
Smáorðið það er mjög algengt í upphafi setninga í nútímamáli, eink-
um þó talmálinu.2 í flestum íslenskum málfræðibókum er það greint
sem fomafn, annaðhvort persónu- eða ábendingarfomafn, í hvomg-
kyni eintölu, nefnifalli eða þolfalli (sjá t.d. Jakob Jóh. Smára
1920:18-19, Bjöm Guðfinnsson 1943:8). Sú greining er óumdeilanleg
í setningunum í (lb-c), ef við hugsum okkur að þær eigi saman:
(l)a. Ég er búinn að lesa blaðið sem kom í gær.
b. Það liggur á borðinu.
c. Það blað er löngu farið í mslið.
Hér er augljóst að það í (lb) er persónufomafn og vísar til blaðsins
sem nefnt er í (la). í (lc) er það hins vegar ábendingarfomafn; stend-
ur hliðstætt með nafnorðinu blað en vísar jafnframt til blaðsins í (la).
1 Frumdrög þessarar greinar urðu til fyrir alllöngu, við kennslu í sögulegri setn-
ingafræði á meistarastigi í íslenskri málfræði, en þessi gerð er byggð á erindi sem ég
hélt í samræðuhópi um málvísindi í Háskóla íslands haustið 2001. Ég þakka þátttak-
endum í samræðuhópnum fyrir gagnlegar umræður, en einkum þakka ég þó Höskuldi
Þráinssyni og ónafngreindum yfirlesara íslensks máls fyrir athugasemdir sem ger-
breyttu greininni. Rannsóknasjóður Háskóla fslands styrkti verkið.
2 Ekki liggur fyrir ítarlegur samanburður á tíðni það í talmáli og ritmáli. Asta
Svavarsdóttir (2001) hefur þó gert forathugun á hluta efnisins (62 þúsund lesmálsorð-
um) í íslenskum talmálsbanka (ÍS-TAL) sem unnið var að á árunum 1999-2002 und-
ir stjóm Þórannar Blöndal (sjá http://www.hi.is/~eirikur/istal). Þar er orðmyndin það
sú þriðja algengasta, og dæmafjöldinn um hana 71% af dæmafjölda um algengustu
orðmyndina (að). í íslenskri orðtíðnibók (Jörgen Pind, Friðrik Magnússon og Stefán
Briem 1991), sem er eingöngu unnin upp úr rituðum textum, er það hins vegar níunda
algengasta orðmyndin, og dæmafjöldinn aðeins 25,6% af fjölda dæma um algengustu
orðmyndina (sem þar er og; 26,5% miðað við að, sem er næstalgengasta orðmyndin
í íslenskri orðtíðnibók). Athugið að hér er eingöngu verið að tala um orðmyndina
það, og ekki greint á milli mismunandi hlutverka hennar. Þessar tölur benda því til
verulegs munar á talmáli og ritmáli hvað tíðni það varðar.
íslenskt mál 24 (2002), 7-30. © 2003 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.