Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 10
8
Eiríkur Rögnvaldsson
En mjög algengt er einnig að það sé harla merkingarsnautt, án
þeirrar tilvísunar sem annars er helsta kennimark fomafna. Merking-
arleysi þess má m. a. marka af því að hægt er að fella það brott án þess
að merking setningarinnar breytist í nokkru. Slíkt það er ýmist nefnt
aukafrumlag (Jakob Jóh. Smári 1920:18-19, Bjöm Guðfinnsson
1943:8, Höskuldur Þráinsson 1995:63), gervifrumlag (Halldór Ár-
mann Sigurðsson 1994:51, Höskuldur Þráinsson 1995:63) eða Ieppur
(Höskuldur Þráinsson 1999:194, Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan
Maling 2001:124) (e. dummy, expletive) og oft talið hafa setninga-
fræðilegt hlutverk eingöngu, en ekki merkingarlegt. Ekki er hér
ástæða til að fara nákvæmlega í saumana á því hvert það hlutverk sé,
en í einfölduðu máli má segja að það sé notað til að koma í veg fyrir
að setning hefjist á sögninni. Þetta það kemur því eingöngu fram í
upphafi setningar, en hverfur sporlaust ef setningunni er breytt þannig
að annar liður, s.s. andlag, atviksliður eða forsetningarliður, er settur
fremst. Þetta er sýnt í (2), þar sem (2b) er eina tæka setningin ((2a)
getur vitanlega gengið sem spuming, en ekki sem fullyrðing):
(2) a. *Rignir mikið í Reykjavík núna.
b. Það rignir mikið í Reykjavík núna.
c. Mikið rignir (*það) í Reykjavík núna.
d. í Reykjavík rignir (*það) mikið núna.
e. Núna rignir (*það) mikið í Reykjavík.
Því hefur verið haldið fram að tilkoma merkingarsnauðs það sé ein
þeirra setningafræðilegu breytinga sem hafi orðið á íslensku á undan-
fömum öldum, þar eð slíkt fyrirbæri hafi ekki verið til í fomu máli.
Þannig segir Jakob Jóh. Smári (1920:21-22): „Nú er oft bætt inn mál-
lægu frumlagi (það eða hann) þar, sem ekkert frumlag var að fomu.“
Ekki hefur hins vegar verið kannað nákvæmlega hvenær sú breyting
hafi orðið, þótt Þorbjörg Hróarsdóttir (1998) hafi sýnt fram á að mikil
aukning verður í notkun það í byrjun 19. aldar.
Markmið þessarar greinar er annars vegar að tína til dæmi sem
benda til þess að þróun í átt til merkingarsnauðs það hafi a. m. k. ver-
ið hafin í fomu máli; og hins vegar að gera grein fyrir elstu öraggu
dæmum sem fundist hafa um ýmsar tegundir setninga með merking-