Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 14
12
Eiríkur Rögnvaldsson
Þegar frumlagið er nafnháttur eða setning, er fomafnið það einatt notað
sem frumlag, og nafnhátturinn eða aukasetningin gerð viðurlag við for-
nafnið.
(10) a. Það var voða gaman [að fara á þessa sýningu].
b. Pað er ekki hægt [að gera neitt vitlaust].
c. Það hefur hvarflað að mér [að bjóða Sigurði í mat].
d. ... því það skiptir engu máli [hvað það er].
e. Það getur verið [að þetta sé sonur hans].
f. ... að það var dálítið erfitt [að finna út sko réttu litina].
ítarlegustu úttektina á slíkum setningum er að finna hjá Höskuldi Þráins-
syni (1979:176-210), og þar em leidd rök að því að í þeim geti eðli það
verið mismunandi.* * * * * 8 Oftast sé það leppur sem hverfur ef setningunni er
breytt þannig að eitthvað annað standi á undan sögninni, eins og í (llb):
(11) a. Það er ótrúlegt [að enginn hafi tekið eftir þessu].
b. Ótrúlegt er [að enginn hafi tekið eftir þessu].
Stundum sé það þó raunverulegt tilvísandi fomafn (ábendingarfor-
nafn), vísi til að-setningarinnar, enda getur það þá staðið við hlið
hennar í fmmlagssætinu (12b) og komið á eftir sögninni (12c):
(12) a. Það er ótrúlegt [að enginn hafi tekið eftir þessu].
b. Það [að enginn hafi tekið eftir þessu] er ótrúlegt.
c. Ótrúlegt er það [að enginn hafi tekið eftir þessu].
Ef það væri hér leppur mætti búast við því að það kæmi ekki fram
þegar eitthvað annað stendur á undan sögninni, sbr. (2c-e), enda þess
sleppa það. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að koma með greiningu á gerð slíkra
setninga, en um þær er nokkuð fjallað hjá Höskuldi Þráinssyni (1979:171-172;
204-210). Hann telur að í flestum tilvikum sé það raunverulegt frumlag, en í sumum
setningum, eins og t.d. (ic), geti það verið leppur. Sjá einnig Halldór Ármann Sigurðs-
son (1981:18).
8 „In English, Icelandic, and many other languages, there are rules which move
clauses to the right, and a pronoun shows up at the place where the clause originated.
We have argued that in some cases this pronoun is a dummy, inserted into an NP-slot
vacated by the clause, but in others it is base generated in place“ (Höskuldur Þráins-
son 1979:243).