Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 16
14
Eiríkur Rögnvaldsson
1.3 Leppir í skyldum málum
Hér hefur verið látið sem það í íslensku væri af tvennum toga; annars
vegar tilvísandi (persónufomafn, ábendingarfomafn) eins og í (1) og
(12), og hins vegar merkingarsnauður leppur eins og í (2)-(9), (11) og
(14) .11 Þetta kann þó að vera einföldun á málinu, eins og sjámáef bor-
ið er saman við skyld tungumál. Sum þeirra nota ekki sama orðið í öll-
um þeim setningagerðum með merkingarsnauðu það sem nefndar
hafa verið hér að framan (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 1999:217). Þetta
má sjá í eftirfarandi yfirliti (sbr. t.d. Vikner 1995:224—228):
(15) íslenska Danska Enska
cl. Þaö hús er stórt. Det hus er stort. That house is large.
b. Ég sé húsið. Þaö er stórt. Jeg ser huset. Det er stort. I see the house. It is large.
C. Þaö rignir. Det regner. It rains.
d. Þaö er ljóst að þetta er rangt. Det er klart at dette er forkert. It is clear that this is wrong.
C. Það eru bækur á borðinu. Der er nogle b0ger pá bordet. There are some books on the table.
Norska og sænska nota hins vegar sama orðið, det, í öllum tilvikum,
en þýska notar es fyrir allt nema das sem ábendingarfomafn.
Þessi munur kann að benda til þess að setningafræðileg og/eða
merkingarleg staða það og samsvarandi orða í skyldum málum sé ekki
alltaf sú sama. Því hefur verið haldið fram að þau séu hálfgildings
rökliðir (e. quasi-argument) í setningum á við (15c-d), en raunvem-
legir leppir (e. non-arguments) í setningum á við (15e) (sjá einkum
Vikner 1995:224-268). Fyrir þessari aðgreiningu má færa ýmis rök,
sem fæst koma reyndar fram í íslensku. Þó má benda á að með nátt-
úrufarssögnum eins og í (15c) er hægt að nota hann í stað það, og
hann hverfur ekki úr setningunni þótt einhver annar liður standi fremst
(Jakob Jóh. Smári 1920:16-30, Vikner 1995:227-228, Höskuldur Þrá-
insson 1999:218).
Um það í nútímamáli, notkun þess, eðli og stöðu, hefur geysimik-
ið verið skrifað. Þar má m.a. vísa á Höskuld Þráinsson (1979), Eirík
11 Enda þótt flest dæmin hér að framan séu um það í aðalsetningum, þá er það
einnig algengt í flestum tegundum aukasetninga (sjá Friðrik Magnússon 1990). Hlut-
fallsleg tíðni þess virðist þó vera talsvert minni þar (0,9% á móti 2,9%, sbr. Þorbjörgu
Hróarsdóttur og Halldór Armann Sigurðsson 1994; Sigurð H. Pálsson og Halldór
Ármann Sigurðsson 1994).