Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 17
15
Það ífornu máli — og síðar
Rögnvaldsson (1984b), Maling (1987), Halldór Armann Sigurðsson
(1989), Eirík Rögnvaldsson og Höskuld Þráinsson (1990), Kosmeijer
(1990) og Vikner (1995). í þessum ritum eru settar fram talsvert mis-
munandi skoðanir á dreifingu og stöðu það, en ekki eru efni til að
rekja það hér.
2. það í fornu máli
2.1 Vandkvæði við greiningu
Það er ýmsum vandkvæðum bundið að kanna og ákvarða hvort merk-
ingarsnautt það komi fyrir í fomu máli. Því veldur ekki síst að slíkt
það er talmálseinkenni og fremur sjaldgæft í ritmáli, jafnvel í form-
legu ritmáli enn í dag; en við höfum engar heimildir um fomt talmál.
í ritmáli er algengt að andlag, atviksliður eða forsetningarliður standi
fremst í setningu, og þá er leppnum ofaukið því að hann getur aðeins
staðið í upphafi setningar — í nútímamáli a. m. k. — eins og áður er
bent á. Slík dæmi vom enn algengari að fomu en nú, og þar var
einnig algeng svonefnd frásagnarumröðun (sjá einkum Halldór Ár-
mann Sigurðsson 1994), þar sem sögnin stendur fremst.12
Einnig þarf að hafa í huga að enda þótt leppurinn það hefði verið
til í fommáli er ekki ömggt að hann hefði hagað sér eins og í nútíma-
máli. Það er t.d. hugsanlegt að hann hefði getað staðið á eftir sögn,
eins og hann gerir í skyldum málum, í stað þess að hverfa úr setning-
unni ef eitthvað annað er fært fremst eins og hann gerir nú. Því gæti
það á eftir sögn m. ö. o. verið leppur í fomu máli, þótt sú túlkun sé úti-
lokuð í nútímamáli. En vegna þess að sú staða leppsins virðist vera
nýjung í grannmálunum (sjá 2.4 og 3.1 hér á eftir) verður að telja
þennan möguleika mjög ólíklegan, og hann verður ekki skoðaður
frekar hér.
12 Stundum hafa menn einfaldað málið um of — oftúlkað möguleika fommálsins
á að hafa sögnina fremst og talið að þar hafi verið hægt að segja einfaldlega Rignir
þar sem nú væri sagt Það rignir (sjá Haiman 1974:93-100). Ekkert bendir þó til þess;
setningar með sögnum af þessu tagi virðast hafa lotið svipuðum lögmálum og giltu al-
mennt um stöðu sagnar fremst, óháð því hvort frumlag var í setningunni (Halldór Ár-
mann Sigurðsson 1994).