Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 18
16
Eiríkur Rögnvaldsson
Við þetta bætist að staða það í nútímamáli er hreint ekki alltaf ljós;
oft leikur vafi á því hvort orðið sé tilvísandi (persónu- eða ábending-
arfomafn) eða merkingarsnauður leppur. Þetta á ekki síst við í frá-
færslusetningum, eins og (10) hér að framan (sjá einkum Höskuld Þrá-
insson 1979:176-210). Til að ákvarða eðli það þarf oft að beita ýmiss
konar setningafræðilegum prófum, s.s. breyta orðaröð, og sjá hvemig
það bregst við, eins og dæmi vom sýnd um í 1.2 hér að framan. En
slíkum prófum er yfirleitt útilokað að beita á eldri málstig (sjá t.d.
Eirík Rögnvaldsson 1998:327-329).
Þetta þýðir samt ekki að fyrirfram sé útilokað að finna nokkur ör-
ugg dæmi um leppi í fomu máli. í nútímamáli er greining það sem
lepps oft ótvíræð, t. d. oftast í náttúrufarssetningum eins og (3) og til-
vistarsetningum eins og (7). Ef hliðstæðar setningar með það fyndust
í fomu máli væra engin rök til annars en greina orðið þar á sama hátt,
vegna þess hversu líkar fomíslenska og nútímaíslenska era þrátt fyrir
allt að setningafræðilegri gerð. Finnist engar slíkar setningar vandast
málið; þá þarf að fara að túlka þögn textanna.
2.2 Vitnisburður textanna
Því hefur venjulega verið haldið fram að merkingarsnautt það komi
ekki fyrir í fomu máli.13 Áður hefur verið vísað til Jakobs Jóh. Smára
(1920:21-22). Kristín M. Jóhannsdóttir (1992) athugaði notkun það í
Sturlungu, og sú könnun leiddi ekki í ljós nein ótvíræð dæmi um það
sem lepp. Faarlund (1990:105) fullyrðir að /?að-leppurinn hafi ekki
verið til í fomu máli, og vitnar í óprentað erindi Höskuldar Þráinsson-
ar (1989). Halldór Ármann Sigurðsson (1994:51) segist aðeins hafa
rekist á eitt hugsanlegt dæmi um það-lepp í fommálsathugunum sín-
um, en sú túlkun setningarinnar er þó mjög óviss.14
13 Hluti af þessum undirkafla og hinum næsta hefur áður birst í svipaðri mynd (Ei-
ríkur Rögnvaldsson 1998:329-331).
14 Dæmið er svohljóðandi í útgáfunni sem ég nota (í þeirri gerð sem Halldór not-
ar stendur fara í stað leggja en það skiptir ekki máli hér):
(i) „Aldrei skal hún spilla okkru vinfengi," segir Gunnar.
„Það mun þó svo nær leggja, segir Njáll,“ [...] (Brennu-Njáls saga, s. 161)
Hér finnst mér eðlilegast að líta svo á að það sé tilvísandi („discourse anaphoric“,