Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 21
Það ífornu máli — og síðar
19
f. Það má vera að svo færi mér ef eg væri höfðingi að mér þætti
illt að deila við Hrafnkel. (Hrafnkels saga Freysgoða, s. 1406)
Eins og áður er nefnt hefur Höskuldur Þráinsson (1979:176-210) bent
á tvenns konar hegðun það í slíkum setningum í nútímamáli, og sýnt
hvemig beita má setningafræðilegum prófum til að átta sig á eðli þess.
En vegna þess að útilokað er að beita þeim prófum á eldri málstig höf-
um við litla möguleika á að skera úr um það hvað orðið hefði um það
í setningunum í (18) ef einhver annar liður hefði verið færður fremst;
hvort það hefði þá staðið á eftir sögninni eða horfið algerlega úr setn-
ingunum. í síðamefnda tilvikinu væri væntanlega um merkingar-
snauðan lepp að ræða.
Það er vissulega ljóst að setningar af fyrmefnda taginu, þar sem
það stendur aftan við persónubeygðu sögnina og virðist vísa til að-
setningarinnar, em allalgengar í fomu máli (sjá Kristínu M. Jóhanns-
dóttur 1992).18 Ýmist koma þá önnur orð á milli það og að, eins og í
(19), eða ekki, eins og í (20):
(19) a. Er það gaman mitt helst að tala við vitra menn.
(Bandamanna saga, s. 38)
b. Og einn tíma eftir miðjan vetur var það einn morgun að hús-
freyja fór til fjóss að mjólka kýr eftir tíma.
(Grettis saga Asmundarsonar, s. 1007)
c. Var það þá sumra manna mál að Amviður jarl mundi setja
menn sína til að drepa menn konungsins en hafa féið að færa
jarlinum. (Egils saga Skallagrímssonar, s. 477)
(20) a. Einu hverju sinni var það að þeir bræður úr Sandgili vom und-
ir Þríhymingi. (Brennu-Njáls saga, s. 193)
b. Vorkunn var það að þér mislíkaði þeirra umræða.
(Fóstbræðra saga, s. 839)
c. Satt var það að Þorkell hákur var mér skyldur en eigi þér enda
skal eg og fara. (Ljósvetninga saga, s. 1700)
18 Um setningar af þessu tagi segir Faarlund (1990:72): „The word þat is here
base generated as the head of phrase, and is thus not an expletive word at this point.
This is shown by the fact that it may also immediately precede the clause [...], and
that it may be the head of a subordinate clause which is not a subject [...].“