Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 23
Það í fornu máli — og síðar
21
c. Það var einn dag er Egill gekk úti með vegg og drap fæti og féll.
(Egils saga Skallagrímssonar, s. 515)
d. Það var einn dag er þeir fóstbræður bjuggust til að sækja ux-
ann ef þeim fengist hinn þriðji maðurinn til liðs.
(Grettis saga Asmundarsonar, s. 1030)
e. Það var eitt vor er Þorvaldur fór til Amarfjarðar með fjölmenni.
(Hrafns saga Sveinbjamarsonar, s. 236)
f. Það var eitt sumar er Agni konungur fór með her sinn á Finn-
land, gekk þar upp og herjaði. (Ynglinga saga, s. 21)
Hér verður varla séð að það vísi til eftirfarandi aukasetningar. Það er
einnig eftirtektarvert að enda þótt til séu dæmi á við (23), þar sem það
fer á eftir sögninni í setningum hliðstæðum (22), þá em þau ákaflega
fá; ég hef aðeins fundið þessi tvö:
(23)a. Og einn dag var það er Kormákur gekk um stræti.
(Kormáks saga, s. 1507)
b. Tóku þeir til að berjast milli miðaftans og náttmála en eftir
sólarfall var það er flóttinn brast. (Þorgils saga skarða, s. 706)
Þar sem cr-setning fer á eftir er það sem sé nær einskorðað við
upphaf setninga, eins og merkingarsnautt það er í nútímamáli. Ég held
því fram að þau dæmi, þ.e. setningar eins og í (22), verði að túlka svo
að merkingarsnautt það komi fyrir í fomu máli þrátt fyrir allt, and-
stætt því sem venjulega hefur verið haldið fram. Hitt er vissulega rétt
að notkun þess er mjög takmörkuð, og sem áður segir virðast engin
fommálsdæmi finnast um aðrar setningagerðir með það sem algengar
em í nútímamáli (náttúmfarssetningar, þolmyndarsetningar, tilvistar-
setningar o.fl., sbr. (3)—(9) hér að framan).
3. Þróunin á síðari öldum
3.1 Nýjar setningagerðir koma til sögu
Aðrar setningagerðir með merkingarsnauðu það fara að koma inn í
málið ekki seinna en um 1500. Þær hafa sennilega þróast smátt og
smátt með hliðsjón af setningum eins og (18) og (22), og er trúlegt að