Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 24
22
Eiríkur Rögnvaldsson
þróunin hafi verið svipuð og í dönsku/norsku (Faarlund 1990:72-
73)20 og sænsku (Falk 1993:259).21 Elstu öruggu íslensku dæmin sem
ég hef fundið eru úr Miðaldaœvintýrum (1976), sem talin eru frá því
um 1500. Hér er um að ræða það í tilvistarsetningu (24a) og þolmynd
af áhrifslausri sögn (24b).
(24) a. Pað var einn mann í Englandi sem fleiri aðrir, þó frá þessum
verði nú sagt heldur en öðrum, er tók í sinn vanda að gera
óvinum sínum og nágrönnum sínum gestaboð á hverjum jól-
um.
b. Það er nú sagt af einum ríkum manni og mikilhæfum og nökk-
uð framferðugur til veraldligra hluta.
Þessum setningum, einkum (24a), svipar mjög til elstu dæma um
merkingarsnautt það í sænsku, s.s. (25) frá f.hl. 15. aldar, en um þau
segir Falk (1993:255-256; dæmi tekið þaðan):
Almost throughout, det is used in presentational constructions, as an in-
troduction to a new story, where the principal character of the story is
presented. The verb is always vara ‘be’, and the NP is often completed
by a relative clause, as in ([25]) [...].
(25) Thz war een iomfru som altidh plæghadhe gema danza
það var ein jómfrú sem alltaf var vön að gjama dansa
Eftir að hafa borið saman uppkomu hliðstæðra setninga í sænsku
og þýsku segir Falk (1993:260):
20 „The use of ‘it’ in existential sentences might have been reinforced by its use
in extraposition constructions, where it was originally an anticipating pronoun referr-
ing to the sentential argument. In Old Norse such a pronoun was already very comm-
on in extraposition constructions. [...] As the requirement for a lexically filled subject
position became stronger, and eventually absolute, the anticipating þat was reana-
lysed as an expletive subject" (Faarlund 1990:72-73).
21 „In Old Swedish, we have seen a very restricted, functionally determined use
of expletive det, in principle only as an introductory, presentational item. In Early
Modem Swedish, this use is extended to include clauses with non-topical subjects in
general. The use of það/es in Icelandic and German can now be interpreted as a fur-
ther extension, a step from “a non-topical subject” to “no topical subject”; the latter
includes impersonal passives as well“ (Falk 1993:259).