Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 27
Það í fornu máli — og síðar
25
Niðurstöður Þorbjargar eru örugglega réttar svo langt sem þær ná, en
hætt er við að þær mótist talsvert af þeim efnivið sem hún hafði úr að
spila. Tölur hennar um elstu aldurshópana byggjast á opinberum bréf-
um embættismanna, en í yngri hópunum notar hún aðallega einkabréf
(Þorbjörg Hróarsdóttir 1998:112-113), og það skýrir sennilega að
nokkru leyti þá snöggu aukningu á notkun merkingarsnauðs það sem
lesa má úr niðurstöðum hennar.22
Á hinn bóginn er útilokað að segja til um það hversu mikil áhrif
mismunandi texta eru. Mér finnst eðlilegast að gera ráð fyrir að merk-
ingarsnautt það hafi lifað í talmáli allt frá því að fyrstu dæmi um það
finnast, um 1500 eða fyrr, og tíðni þess hafi verið talsvert meiri en
fram kemur í rituðum textum. Mér þykir þó líklegt að tíðni það hafi
aukist í upphafi 19. aldar, þannig að sá munur sem Þorbjörg fann stafi
ekki eingöngu af tilkomu talmálskenndra texta. Um þetta er vissulega
erfitt að fullyrða nokkuð.
En hvemig sem þessu er varið þá er ljóst að á fyrsta þriðjungi 19.
aldar festir merkingarsnautt það sig í sessi, og um miðja öldina eða
fyrr virðist vera komin festa í notkun þess; fjölmargar tegundir eru
orðnar algengar, bæði í aðal- og aukasetningum. Hér má sjá nokkur
dæmi úr skáldsögum Jóns Thoroddsens, Pilti og stúlku (P&S) og
Manni og konu (M&K):23
(31) Náttúrufarssetningar (= 3)
a. Það fennti yfir hann og fannst ekki fyrr en seint um vorið.
(M&K 1,3:46)
b. mér þykir líklegt, að það líði ekki á löngu, ef hann á annað
borð ætlar sér að koma hingað. (M&K 1,22:281)
22 Þorbjörg segir um bréf elsta hópsins (1998:112): „Vegna þess hversu það-'mn-
skot er stílbundið í nútímamáli er þess heldur varla að vænta að það finnist í jafn rík-
um mæli í formlegum stíl fomaldarleifabréfanna og í sendibréfum." Um næstelsta
hópinn segir hún (1998:113): „Hér verður að hafa þann vara á niðurstöðum að sendi-
bréfin í þessum 2. hópi eru væntanlega formlegri að meðaltali en í seinni flokkunum
þar sem hér em menntamenn að skrifa, en í seinni flokkunum frekar konur með minni
menntun [...].“
11 Dæmin era öll tekin úr orðstöðulyklum þessara sagna á vef Orðabókar Háskól-
ans (http://www.lexis.hi.is/ ionthor/ionthor.html og skammstafanir einnig.