Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 109
KATRÍN AXELSDÓTTIR
Hvarf eignarfomafnanna okkarr,
ykkarr og yð(v)arrl
1. Inngangur
íslenska var og er mikið beygingamál og beygingar fommálsins hafa
fremur lítið breyst í aldanna rás. Ein helsta breytingin á sviði beyg-
ingafræðinnar er hvarf eignarfomafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr.
Þessi fomöfn beygðust áður í föllum, tölum og kynjum en beygingin
vék fyrir eignarfallsmyndum persónufomafnanna við, þið og þér.2
Þannig var áður talað t.d. um dætur okkrar, hesta ykkra og bréf
yð(v)art, en ekki dœtur okkar, hesta ykkar og bréfyðar eins og nú.
Onnur eignarfomöfn, minn, þinn, sinn og várr, héldu hins vegar beyg-
ingu sinni.
I töflu 1 má sjá hvemig fomafnið yð(v)arr (2.p.ft.) beygðist í fomu
máli (sbr. t.d. Noreen 1923:313). Á samahátt beygðust okkarr ogykk-
arr (1. og 2.p. tvítala):
Tafla 1: Beyging eignarfomafnsins yð(v)arr í fomu máli
KK. EINTALA KVK. HK. FLEIRTALA KK. KVK. HK.
nf. yð(v)arr yður yð(v)art yðrir yðrar yður
ÞF. yð(v)am yðra yð(v)art yðra yðrar yður
ÞGF. yðrum yð(v)arri yðru yðrum yðram yðrum
ef. yð(v)ars yð(v)arrar yð(v)ars yð(v)ar yð(v)arra yð(v)arra
1 Þessi grein er byggð á B.A.-ritgerð í almennum málvísindum frá 1991. Leið-
beinandi var Jörundur Hilmarsson. Ég þakka Guðrúnu Kvaran, Jóni Axel Harðarsyni,
ntrýnendum, ritstjóra og manninum mínum, Helga Guðmundssyni, fyrir góð ráð og
yfirlestur á ýmsum stigum.
2 Að vísu er hægt að hugsa sér að þessi eignarfomöfn séu enn til — þau séu þá
etns í öllum föllum. Ekki er þó gert ráð fyrir þeirri túlkun hér.
íslenskt mál 24 (2002), 107-156. © 2003 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.