Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 112
110
Katrín Axelsdóttir
á sinni tíð. Hvort það tókst hvað varðar eignarfornöfnin verður rætt
síðar.
Jón Amason (1665-1743) segir ekki margt um beygingu eignarfor-
nafnanna í þýðingu sinni á Donatus en nefnir þó að vester (kk.) og
vestra (kvk.) sé ydar og vestrum (hk.) sé ydart. Hann segir fomafnið
að öðm leyti beygjast eins og minn, sem hann beygir til hlítar (Jón
Árnason 1733:23). Jón segir merkingu orðsins vestras vera
‘einn/ein/eitt af ydar landi’ og brýtur þar reglu sína þar sem hann
beygir yð(v)arr ekki eins og minn (1733:24). Beyging yð(v)arr virðist
því eitthvað málum blandin. Jón minnist ekkert á okkarr og ykkarr.
Jón Marteinsson (1711-1771) skrifaði upp málfræði Jóns Magnús-
sonar. Þar er athugasemd neðanmáls við myndina ydur (þf.kvk.ft., sjá
töflu 3). Þar segir (Lbs 446 4to, bls. 186): „yckar, yckar, yckart. hic
deest. Gen: yckra, vel yckrara, per omnia Genera. Dat: yckrnm, per
omnia Genera. Acc; yckra, yckrar, yckar.“6 Jón Marteinsson tekur
þama eftir því að fomafnið ykkarr vantar hjá Jóni Magnússyni. Þótt
tilvitnunin gefi ófullkomna mynd af hugmyndum Jóns Marteinssonar
um beygingu eignarfomafnanna má sjá að hann hefur verið ágætlega
að sér. Hann hefur rétta mynd miðað við fommál í þf.kvk.ft., yckrar,
þar sem Jón Magnússon hafði ranglega ydur, og hann hefur nýmynd,
yckar, í nf.kvk.et. og þf.hk.ft. eins og var farið að gera á fyrri hluta 16.
aldar (sjá 3.2.6). Eignarfallsmyndin yckrara er athyglisverð.
I ritinu Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog
beygir Rasmus Rask (1811:101) okkarr á eftirfarandi hátt:
Tafla 4: Beyging Rasmusar Rask 1811
KK. EINTALA KVK. HK. FLEIRTALA KK. KVK. HK.
NF. ockar ockur ockart (ockat) ockrir ockrar ockur
ÞF. ockam ockra ockart ockra ockrar ockur
ÞGF. ockmm ockri ockru ockmm ockmm ockmm
EF. ockars ockrar ockars ockra ockra ockra
6 Jón Axel Harðarson benti mér á þessa athugasemd. Þetta þýðir: 'yckar, yckar,
yckart vantar hér. Eignarfall er yckra eða yckrara í öllum kynjum; þágufall yckrum í
öllum kynjum; þolfall yckra, yckrar, yckar'