Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 113
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð( v)arr 111
Rask segir várr og yð(v)arr beygjast eins en minnist ekki á ykkarr.
Hann hefur áreiðanlega haft foma beygingu eignarfomafnanna í huga,
enda hefur hann stundum endinguna -rr þegar hann minnist á fomöfn-
in.7 í yngra riti víkur Rask (1818:121) stuttlega að samtímanotkun
eignarfomafnanna: „Numera nyttja Islándame för dessa trenne poss.
ockart, yckart, yðart endast gen. af de person. ockar, yckar, yðar i alla
casus.“8
Halldór Kr. Friðriksson (1859:16) segir fomöfnin vera þessi:
(l)a. okkar (kk.), okkar (kvk.), okkart (hk.)
b. ykkar (kk.), ykkar (kvk.), ykkart (hk.)
c. yðvar (kk.), yður (kvk.), yðvart (hk.)
Þarna sker kvk. af yð(v)arr sig frá kvk.-myndum hinna fomafnanna.
Halldór (1859:17) setur upp beygingu þessara fomafna og beygir þau
þá alveg að fomum hætti. Nf.kvk.et. endar þar á -ur. Um notkun for-
nafnanna segir hann (1859:16-17):
Hin þrjú fomöfnin, okkar, ykkar og yðvar, eru lítið tíðkuð nú á dögum,
er hafðir em eigendur hinna persónulegu fomafna í stað þeirra; en með
því þó að þau orð em alltíð í hinni fomu tungu, og vel mætti hafa þau
enn, og opt svo, að betur mætti fara, þá skal hjer sýna beygingu þeirra...
Halldór hvetur hér til þess að eignarfomöfnin séu beygð að fomum
hætti en beygingin virðist honum þó ekki alveg töm, sbr. að hann hef-
Ur kvenkynsmyndimar okkar og ykkar en ekki okkur og ykkur.
í öðru riti fjallar Halldór Kr. Friðriksson (1861:42—43) einnig um
eignarfomöfnin en þar gætir einskis misræmis hvað varðar kvenkyn-
ið eins og í ritinu frá 1859. Hann setur sem fyrr upp hina fomu beyg-
ingu og ummæli hans um notkun fomafnanna em á svipuðum nótum
°g hin fyrri: „okkar, ykkar og yðvar em nú lítt tíðkuð bæði í tali og
fiti, og þó eigi úrelt; en í stað þeirra em optast hafðir eigendur hinna
persónulegu fomafna, okkar, ykkar, yðar.“
7 Hann talar um ockarr, vorr og ydarr (yðvar). Markmið Rask virðist þó ekki
alltaf vera það að lýsa fommáli. Hann fjallar t.d. um ábendingarfomafnið þessi, en
ekki sjá, og beyging hans er nútímabeyging.
8 Rask notar hvorugkyn fyrir „hlutlausa" kynið í beygingardæmum, þar sem ann-
ars er yfirleitt notað karlkyn.