Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 117
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 115
eiga um nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. í Nýja testamenti Odds Gott-
skálkssonar (1540) eru nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. alveg liðin undir
lok en aðrar myndir halda sér fullkomlega. Þó er sagt að eignarfall for-
nafnsins þér sé notað í þgf.ft. og víðar. í Guðbrandsbiblíu eru aldrei
beygðar myndir í nf.kk.et., nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. en annars stað-
ar koma bæði fyrir gamlar myndir og nýmyndir. Eignarfallsmyndir
persónufomafnanna em þar heldur algengari en samsvarandi eignar-
fomöfn. Lítill munur er á hlutum Guðbrandsbiblíu þótt gamlar mynd-
ir séu eitthvað algengari í Nýja testamenti Guðbrandsbiblíu. Um 1600
voru gömlu eignarfomöfnin horfin að mestu. Einstaka myndir hafa
e.t.v. lifað sums staðar á landinu fram á 17. öld, einkum ykkarn og
yðvart, og e.t.v. lifði fomafnið ykkarr lengur en hin tvö.
Samtímalýsingamar og málsöguathuganimar er forvitnilegt að
bera saman við niðurstöðumar í 3, og verður það gert eftir því sem til-
efni gefst til. Ýmislegt á við rök að styðjast, annað ekki, en þær gefa
ekki mjög nákvæma mynd af notkun og hvarfi eignarfomafnanna.
3. Þróun eignarfornafnanna
3.7 Inngangur
Þessi greinarhluti fjallar um rit sem ég hef kannað með tilliti til eign-
arfornafnanotkunar. Rætt er um þau í sem réttastri tímaröð. Ritin span-
na nokkuð langt tímabil, allt frá 14. öld og fram á þá tuttugustu. Víða
fylgja töflur sem sýna beygingu okkarr, ykkarr og yð(v)arr en síðast-
nefnda fomafnið kemur langoftast fyrir.
Stafsetning í töflunum er samræmd að nokkm leyti. í textunum
sjálfum er stafsetning með ýmsum hætti, sumir em gefnir út stafréttir
en í öðrum er stafsetning samræmd að vissu marki. Samræmingu er
þannig háttað að hér er aðeins tekið tillit til atriða sem geta skipt máli
í þróun fomafnanna.13 Með þessu móti gefa töflumar betri yfirsýn og
Þannig er ritað i og u í stað e og o í áherslulausum atkvæðum, y í ykkarr og
yð(v)arr þótt i komi stundum fyrir, kk í okkarr og ykkarr í stað ck eða k, t í enda orðs
í nf. 0g þf.hk.et. þótt stundum standi tt, v í stað u og ð í stað d í yð(v)arr, merkingar-
lausum táknum yfir sérhljóðum er sleppt o.s.frv. Auk þess er leyst upp úr böndum án
þess að það sé táknað sérstaklega. Hins vegar er gerður greinarmunur á r og rr og ef
u vantaði í myndir í nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. er því ekki bætt við.