Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 118
116
Katrín Axelsdóttir
verða smærri í sniðum. Þær eru þannig úr garði gerðar að fremst í
hverjum ramma er algengasta mynd viðkomandi falls, síðan sú
næstalgengasta og svo koll af kolli. Því ætti að vera auðvelt að greina
meginlínumar í notkun fomafnanna með því að skoða fremstu orðin í
römmunum. Ef jafnmörg dæmi em um fleiri en eina mynd stendur sú
fomlegasta á undan. Fjöldi dæma er skráður fyrir aftan hverja mynd.
Nýmyndir, þ.e. myndir sem em samhljóða eignarfallsmyndum per-
sónufomafna, em feitletraðar í töflunum svo að hlutfall nýmynda og
beygðra mynda ætti að sjást greinilega.
Þess ber að geta að í talningum var sleppt nokkmm dæmum. Heusler
(1950:122) segir: „Das Pron. poss. pflegt zu stehn fúr das Pron. pers. ...
Wo den Genitiv eines Personalpronomens ein benachbartes Pronomen
attrahiert: huártuegge okkarr (fúr okkar) ... hueriom yþrom (fúr yþuar)
... engom vgrom (fúr vár) brþþra ...“. Heusler segir hér að óákveðnu
fomöfnin hafi þau áhrif að á eftir þeim komi eignarfomafn í stað eign-
arfalls af persónufomafni. Ekki er alveg ljóst hvað hann á við en orða-
lagið bendir til þess að í dæmum sem þessum geti einnig staðið eignar-
fallsmynd persónufomafns þótt venjulega sé þar eignarfomafn. í nú-
tímaeymm hljómar eignarfall í þessum samböndum ofur eðlilega, og
merkingarlega virðist eðlilegt af hafa þama e.k. „genitivus partitivus“.
En af þeim fommálsdæmum sem ég hef athugað sýnist mér reglan vera
sú að þama standi eignarfomafn. Heusler á því e.t.v. við að í þessum
samböndum sé notað eignarfomafn, þótt röklega séð hefði mátt búast
við eignarfalli. En þótt yfirleitt sé um að ræða eignarfomafn kemur hitt
fyrir. í Njáls sögu, 61. kapítula, segir „ok mun hvárrgi okkarr aptr
koma.“ í flestum handritum stendur okkarr en í Gráskinnu, GKS 2870
4to, okkar (Njála 1 1875:281). Þessi hluti handritsins er frá því um 1300
(Ordbog over det norr0ne prosasprog, Registre 1989:343). Hugsanlega
er okkar ritvilla fyrir okkarr, en e.t.v. mátti ýmist nota beygt eignarfor-
nafn eða eignarfall persónufomafns í slíkum samböndum.14
14 Annað dæmi sem ég hef rekist á og vert er að nefna er í Alexanders sögu frá 13.
öld, handritið, AM 519 a 4to, er einnig frá 13. öld: „íherbuðom yðar sialfra.“ (Alex-
anders saga 1925:127). Yðar er eignarfallsmynd persónufomafns en þama hefði get-
að staðið í herbúðum yðvarra sjálfra eða í herbúðum yðrum sjálfra, sbr. Heusler
(1950:122): „„Das Land von uns selbst" heifit land sialfra várra oder land várt sialfra
(terra nostra ipsorum)“.