Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 125
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 123
ekki öllum. Tvær nýmyndanna, okkar (nf.kvk.et.) og okkar (þf.kvk.et.),
eru í rímum sem taldar eru frá fyrri hluta 16. aldar. Nefnifallsdæmið
er í Bósa rímum sem líklega voru ortar um 1500 og þolfallsdæmið er
í Vilmundar rímum viðutan sem eru taldar frá um 1530 (Bósa rímur
1974:126, Vilmundar rímur viðutan 1975:25). Nýmyndin í Vilmundar
rímum gæti verið komin frá höfundinum, a.m.k. er farið að örla á ný-
myndum í þf.kvk.et. um þetta leyti, sbr. töflu 10 (Nýja testamenti
Odds). Beygðar myndir hurfu fyrst í nf.kvk.et., sbr. 3.2.5. Dæmið úr
Bósa rímum kemur vel heim við það. Ef þær eru ortar um 1500 er
hugsanlegt að nýmynd í nf.kvk.et. hafi verið höfundinum töm. Hér má
því e.t.v. sjá merki um upphaf breytingarinnar í gömlum rímum. Bjöm
K. Þórólfsson (sbr. 2.2) sagðist ekki hafa orðið var við nýjungar í
beygingu eignarfomafna í elstu rímum, en hafa ber í huga að rímum-
ar sem hér eru til athugunar em margar hverjar yngri en þær sem Bjöm
kallar elstu rímur, þar á meðal Bósa rímur.25
I töflu 8 koma fyrir r-lausar myndir í þf.kk.et., okkan, ykkan og
yðvan. Þessar myndir em allar í AM 604 4to. Þær tengjast þó ekki
hvarfi eignarfomafnanna því að r-ið hélst í nýmyndunum.26
3.2.5 Reykjahólabók
Handritið Holm perg 3 fol, Reykjahólabók, hefur að geyma ýmsar
heilagra manna sögur. Sama hönd er á því öllu. Skrifarinn er með
nokkurri vissu talinn vera Bjöm Þorleifsson á Reykhólum, sem var
líklega fæddur um 1470 og dáinn um miðja 16. öld (Reykjahólabók I
1969:xxviii, xxx, xxxiii-xxxiv). Handritið hefur verið tímasett á bil-
inu 1500-1525, eða 1530-1540 (Ordbog over det norr0ne prosa-
sprog, Registre 1989:473).
Tafla 9 sýnir notkun eignarfomafnanna í Reykjahólabók.27
25 Um skiptingar Bjöms á rímum í aldurshópa, sjá Bjöm K. Þórólfsson 1934.
26 Noreen (1923:222) fjallar um /-lausar myndir eins og þessar og nefnir að -r-
hafi getað komist aftur inn í viðkomandi myndir vegna áhrifsbreytinga. R-ið féll ein-
göngu á undan -n og -t (í áhersluleysi) og Noreen nefnir dæmi um okkat, ykkat og yþu-
at. I töflu 5 (Möðruvallabók) er dæmi um okkað (þf.hk.et.) sem er áreiðanlega af sama
meiði.
“7 Stuðst var við útgáfu Agnete Loth (Reykjahólabók I—II 1969-1970).