Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 126
124
Katrín Axelsdóttir
Tafla 9: Reykjahólabók
EINTALA FLEIRTALA
KK. KVK. HK. KK. KVK. H K.
NF. okkar 1 okkur 2 okkart 3 okkur 2
yöar 23, yðvar 6 ykkar2 yðar 6, yövar 3, yðr 1 ykkart 1 yðart 6, yðvart 1 yðrir 9 yður 1
ÞF. okkar 1 okkara 3 okkart 5 okkra 1, okkara 1 okkur 2
ykkam 1 yðvam 24, yðam 3 ykkra 3, ykkara 2 yðra 29, yövar 1 yðart 9, yðvart 5 ykkra 1 yðra 8 ykkrar 1 yðrar 5, yöar 1 ykkur 3 yðr 2
ÞGF. okkrum 5 okkari 2 okkru 2, okkum 2 okkmm 1 okkrum 2, okkumm 1
ykkrum 2 yðmm 11 ykkari 5 yðari 11, yðvari 5 ykkru 4 yðm 19 yðmm 7 ykkmm 1 yðmm 6 ykkrum 2, ykkurum 1 yðmm 7
EF. okkar 1
yðvars 3, yðars 1 yðrar 3, yðvarar 1, yöar 1 yðra 3, yðrara 1 yðvara 1, yðra 1 ykkara 1 yðara 2, yðra 2
Ef litið er á nf.kvk.et. í töflunni má sjá að þar er höfð nýmynd ellefu
sinnum en beygðar myndir eru aðeins þrjár. Þetta er býsna hátt hlut-
fall nýmynda og þama tel ég að sé að finna fyrstu greinilegu merkin
um breytingu á myndum eignarfomafnanna. Hér eru nýmyndimar svo
margar í sama fallinu að ógerlegt er að afskrifa þær sem ritvillur, eins
og hægt er að gera þegar um er að ræða eitt og eitt dæmi hér og hvar
í beygingardæminu. Breytingin hefur þó sennilega hafist nokkru áður
en Reykjahólabók var skrifuð, því að ritmál er íhaldssamara en talmál.
Breytingin hefur e.t.v. hafist um eða nokkru fyrir 1500, kannski á
uppvaxtarárum Bjöms Þorleifssonar, og hún er í fyrstu eingöngu
bundin við nf.kvk.et. Dæmið um nýmynd í nf.kvk.et. í Bósa rímum
(sjá 3.2.4) kemur vel heim við þetta eins og áður var minnst á.
í töflu 9 má að vísu sjá nýmyndir á fleiri stöðum en í nf.kvk.et. Ný-
myndir í þf.kk.et., þf.kvk.et. og þf.kvk.ft. (ein af hverju) em fáar mið-
að við þær beygðu og í ef.kvk.et. em dæmin of fá til að hægt sé að
draga af þeim nokkrar ályktanir. í okkar (þf.kk.et.) getur verið um að
ræða ritvillu og fjöldi y5(v)arn-dæmanna styður það. Yðvar
(þf.kvk.et.) er ekki ósennileg ritvilla fyrir myndina *yðvara, en nokkr-