Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 127
Hvaif eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 125
ar myndir sambærilegar þeirri er að finna í þf.kvk.et. (okkara 3, ykk-
ara 2). Um slíkar myndir verður rætt hér á eftir. Lítill munur er á okk-
ar og yðar (ef.kvk.et.) og beygðum, styttum myndum, *okkrar og yðr-
ar. Ritvillur eru því hugsanlegar hér líka, en styttar myndir koma ein-
mitt fyrir í töflu 9. Yðar (þf.kvk.ft.) er ekki ósennileg ritvilla fyrir yðrar.
Utgefandi Reykjahólabókar, Agnete Loth, fer nokkrum orðum um
málið á ritinu og er þeirrar skoðunar að Bjöm Þorleifsson hafi ekki
einungis skrifað bókina heldur þýtt hana líka. Hún segir (Reykjahóla-
bók I 1969:xxxix-xl):
Ikke alene forekommer et stort antal sære ord og uislandske former, men
ogsá selve sprogfdringen er uden sidestykke: manglende kongruens,
‘fejl’ i kasusformer og andre ordbpjninger - i mange tilfælde dog forkl-
arlige ved at endelsen fra et ord ved siden af er blevet indsat i stedet for
den rigtige -, forskellig kasusform i to ord, der begge styres af samme
præposition, usædvanlige genusforhold og tempusforhold ... det skal
blot nævnes, at Bjöm Þorleifsson særdeles vel passer som sá at sige oph-
avsmanden til dette mærkværdige sprog: han har - máske under sit
Bergensophold - fáet lyst til at lave en slags norsk-efterlignende is-
landsk ...
Nýmyndir eignarfornafna eiga e.t.v. rætur að rekja til þessarar sér-
visku Bjöms í máli. Nýmyndimar í nf.kvk.et. tel ég samt sem áður
vera kerfisbundna breytingu, enda em þær líklegur undanfari næstu
breytingar sem rædd verður í 3.2.6. Einkennileg málnotkun Bjöms
getur samt skýrt aðrar nýmyndir eignarfomafna, ef þær em þá ekki
ritvillur. Nf.kk.et. er þó undanskilið, enda þarfnast það engra skýr-
inga á borð við þessa. í sumum töflunum hingað til hefur mátt sjá
-rr(-) í ýmsum fomafnamyndum. Um miðja 14. öld styttist þetta
langa r (Bjöm K. Þórólfsson 1925:xxx) og við það féll nf.kk.et. sam-
an við eignarfallsmyndir samsvarandi persónufomafna. Myndir með
stuttu r-i í nf.kk.et. eru að vísu feitletraðar í töflunum eins og aðrar
nýmyndir. Ég tel þó styttinguna á r-inu ekki vera fyrstu breytinguna
á beygingu eignarfomafnanna þar sem styttingin verður svo löngu á
undan öðmm breytingum á eignarfomöfnunum. Þar á milli er um ein
og hálf öld.