Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 131
Hvarf eignaifornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 129
ber með sér. Hér að framan var nefnt að hugsanlega hefði Oddur fymt
mál sitt að einhverju leyti. Einnig getur verið að þróunin sé mislangt
á veg komin í mismunandi landshlutum en þar sem ekkert er vitað um
skrifara bréfanna verður ekkert sagt um mállýskumun.
Tafla 11 sýnir engin augljós stig í hvarfi eignarfomafnanna, enda
em dæmin fá.
3.2.8 Guðbrandsbiblía
Biblíuþýðingin sem kennd er við Guðbrand biskup Þorláksson
(1541-1627) kom út á Hólum árið 1584. Guðbrandur þýddi ekki alla
biblíuna sjálfur. Hann tók upp þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja
testamentinu næstum óbreytta (Guðrún Kvaran 1990:12). Því eru
dæmin úr þeim hluta höfð hér í sérstakri töflu, töflu 13. Þýðingar á
ýmsum hlutum Gamla testamentisins hafa verið eignaðar ýmsum
mönnum en þýðingunum mun Guðbrandur hafa safnað saman, lagfært
þær og síðan þýtt sjálfur það sem á vantaði.31 Ég hef ekki orðið vör
við neinn verulegan mun á eignarfomafnanotkun í ýmsum hlutum
Gamla testamentis Guðbrandsbiblíu. Af þeirri ástæðu, og vegna þess
að ekki er alveg ljóst hver þýddi hvað, hef ég sett öll dæmin úr Gamla
testamentinu saman, í töflu 12.32
t*F.
Tafla 12: Gamla testamenti Guðbrandsbiblíu
okkar 2 yöar 127, yOvar 9 okkar 1 yðar 19, vðvar 4 okkart 1 yðart 23, yðvart 6, yðar 5 ykkrir l.ykkar 1 yðrir 42, ySar 24 yðar 14, yövar 1 yðrar 15, ykkar 1 yðar 31,yðvar 2
okkam 1, okkar 1 ykkam 1 yBam 26, ySar 18, ySvam 12 yöar 26, yðra 10, yövar 1 ykkart 1 yðart 47, yðvart 4, yöar 4 okkar 3 ykkar 1 yðar 57, yðra 19 okkar 1 ykkar 1 yðar 62, yðrar 8 ykkar 2 yðar 52, yðvar 3
fleirtala
KVK.
31 Sjá Guðrúnu Kvaran 1990:12 og Halldór Hermannsson 1916:33-34 og nt sem
þau vitna til.
3~ Við talninguna á dasmum úr Guðbrandsbiblíu var notuð ljósprentun frá
1956-1957.