Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 150
148
Katrín Axelsdóttir
ið (stig 1 í (5) hér að framan). í þennan flokk áhrifavalda má bæta
óákveðna fomafninu nokkur. Þegar komið var fram á síðari hluta 15.
aldar var beyging þess orðin svipuð og hún er í nútímamáli og mjög
svipuð beygingu eignarfomafnanna (Hreinn Benediktsson 1961-1962:
33-36, Stefán Karlsson 1989:23-24). Þar vom nf.et.kk. og kvk. einnig
eins. Þá má nefna fáein fornöfn sem höfðu samhljóða myndir í
nf.et.kk. og kvk.: sjá (síðar þessi), hvergi, og hvárgi.56
Ótalin eru þau áhrif sem líklega hafa haft úrslitaþýðingu um að
beygingar eignarfomafnanna hurfu með öllu. Það er sívaxandi þrýst-
ingur nýmynda. Nýmyndimar okkar, ykkar og yð(v)ar voru í önd-
verðu bundnar við fáa staði í beygingardæminu, nf.kk.et., nf.kvk.et.
og nf. og þf.hk.ft. (stig 0, 1 og 2). I raun hefði breytingin getað látið
þar staðar numið. Þetta hefðu þá verið nýjar beygingarmyndir eignar-
fomafna og afgangur beygingardæmisins hefði haldið sér. Það gerðist
hins vegar ekki. Nýjar myndir sem mátti túlka sem eignarfallsmyndir
eru orðnar nokkuð margar þegar komið er fram á stig 2 og það hefur
þau áhrif að nýmyndir skjóta upp kollinum víðar í beygingardæminu.
Eftir því sem nýmyndum fjölgaði varð þrýstingurinn á beygðar mynd-
ir sífellt meiri. Þegar nýmyndin var farin að ryðja sér vemlega til rúms
hlaut niðurstaðan að verða sú að hún yrði einráð. Breytingin hefði
ekki numið staðar á miðri leið, t.d. á stigi 3 (sjá (5)), því að slrk staða
hefði verið í andstöðu við málkerfið. Að lokum náði ein mynd, ný-
myndin, að ryðja öllum öðmm brott.
Um miðja 14. öld styttist rr írí áhersluleysi (Bjöm K. Þórólfsson
1925:xxx). Bandle (1956:349) telur þessa styttingu hafa átt þátt í
hvarfi eignarfomafnanna því að þar með féll nf.kk.et. saman við eign-
arfallsmyndir persónufornafnanna. Þetta er forsenda þess að breyting-
in hófst. Eftir styttinguna gátu menn fyrst farið að túlka myndirnar
okkar, ykkar og yð(v)ar sem eignarfallsmyndir persónufornafna og þá
hefur opnast möguleiki á endurtúlkun víðar. En þótt þessari skýringu
Bandle sé bætt við þá fyrri þá skýrist ekkert frekar af hverju eignar-
fomafnið várr hvarf ekki. Við styttinguna á rr varð nf.kk.et. vár, og
56 Engi hafði að fomu samhljóða myndir í nf.et.kk. og kvk. en myndimar enginn
og engin voru komnar fram á síðari hluta 14. aldar (sjá Bjöm K. Þórólfsson 1925:50)
svo að ekki er um áhrif þess fornafns að ræða hér.