Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 153
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð( v)arr 151
Kristinsson 1992:16). Endingin kemur fyrir í nf.kk.et. (hestur, góður),
nf. og þf.kvk.ft. (sögur), ef.kvk.et. (mjólkur), þf., þgf. og ef.et.kk. og
kvk. (föður, móður), nf. og þf.kk.ft. (feður), þf. og þgf. persónufor-
nafnanna við, þið, þér og víðar. Hlutverk þessarar endingar eru mjög
mörg eins og sjá má, kannski of mörg. Einn hópur orða missti gjarna
þessa endingu og tók upp aðra. Það eru ý'ö-stofnar kvenkynsorða,
orð sem beygjast eins og kvenmannsnafnið Sigríður. Þetta eru orð
eins og ermur > ermi, heiður > heiði, byrður > byrði, veiður > veiði.
Vera má að hér gæti tilhneigingar í málinu til að fækka hlutverkum
endingarinnar -ur.62 Ef svo er gæti það sama verið á ferðinni þegar
okkar, ykkar og yð(v)ar taka við af okkur, ykkur og yður í nf.kvk.et.63
Elsta dæmi um þessa breytingu ijö-stofna er frá 1540 (Bjöm K. Þór-
ólfsson 1925:81), þannig að þeir breytast á svipuðum tíma og fyrstu
breytingar á eignarfomöfnunum verða. Það er kannski ekki tilviljun.
Kannski er ekki heldur tilviljun að breytingar á eignarfomöfnunum og
Óö-stofnum verða einmitt um svipað leyti og w-innskoti er endanlega
lokið.
^■2 Af hverju hurfu föllin/myndirnar í þeirri röð sem þau gerðu?
Svarið við þessari spumingu er kannski að einhverju leyti fólgið í
sumu því sem rakið var í 4.1. Nú verða nefnd fleiri atriði sem svarað
gætu spumingunni. Lítil von er til þess að unnt sé að skýra allt sem
varðar þessa röð en hér verður drepið á nokkur atriði.
I 4.1 voru nefndar skýringar á því af hverju nf.kvk.et. (stig 1)
breyttist. Ef þær standast ætti jafnframt að vera ljóst af hverju
nf.kvk.et. fór fyrst. Fast á eftir fylgdu nf. og þf.hk.ft. (stig 2). Augljóst
er af hverju það gerðist. Þessi föll höfðu í hinni fomu beygingu eign-
62 Þetta er e. t. v. dæmi um þá tilhneigingu tungumála að gera beygingar gagnsæjar
(e- transparent) sem Mayerthaler (1988:26) ræðir um: „A paradigm ... is transparent
when it is made up of monofunctional operations or shows only monofunctional in-
flectionals/derivatives ... A one-on-one unambiguous coordination between form and
function is much easier to grasp perceptually than an ambiguous, several one-on-one
coordination.“
Að vísu er endingin -ur ekki beygingarending í eignarfomöfnunum eins og í hin-
Um orðunum en það ætti ekki að skipta máli, allt eru þetta orðmyndir sem enda á -ur.