Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 154
152
Katrín Axelsdóttir
arfornafnanna sams konar myndir og nf.kvk.et. Sú var einnig raunin í
sterkri beygingu lýsingarorða (nf.kvk.et. góð, nf. og þf.hk.ft. góð), í
hluta nafnorðabeygingarinnar (jörð, lönd) og víðar í beygingakerf-
inu.64 Skýringin á því af hverju nf. og þf.hk.ft. (stig 2) misstu beygð-
ar myndir sínar svo snemma sem raun ber vitni er sennilega þrýsting-
ur frá öðrum hlutum beygingakerfisins um að hafa eins myndir í
nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft.
Fyrir fram mætti gera ráð fyrir að samhljóða myndir hyrfu á sama
tíma. Sú virðist þó ekki alltaf vera raunin, sbr. stig 1 og 2. Myndin yðr-
um var sameiginleg þgf.kk.et. (óþekkt stig) og þgf.ft. (stig 3). Mynd-
in tók þó að hverfa fyrr í þgf.ft. Hugsanleg skýring á því er sú að
þgf.ft. í nafnorðum er rækilega merkt, það endar alltaf á -m, og því
hefur kannski ekki verið eins nauðsynlegt að hafa hið hliðstæða eign-
arfornafn beygt líka. í þgf.kk.et. gegnir öðru máli. Þar er nafnorðið
ekki nærri alltaf merkt sérstaklega, sbr. þágufallsmyndimar mó, lœkni,
stað, vanda og bróður. Ekki er ósennilegt að myndirnar okkrum,
ykkrum og yðrum hafi haldist lengur í þgf.kk.et. því að þar höfðu þær
hlutverki að gegna.
Beygðar myndir haldast langlengst í nf. og þf.hk.et. (stig 9). Mynd-
irnar hafa e.t.v. lifað svona lengi vegna hættu á tvíræðni. í nf. og þf.hk.
nafnorða eru oft samhljóða myndir í et. og ft., eins og dýr, hús, bréf
og skáld. í mörgum tilvikum var það því aðeins hin beygða mynd
eignarfomafnsins í eintölu sem skar úr um töluna. í miðstigi lýsingar-
orða féllu allar myndir saman nema myndirnar í hk.et. (öll föll). Þær
héldu beygingu sinni og halda enn. Einnig má nefna lýsingarorðið eig-
in(n), en þar lifir hvorugkynsmyndin eigið góðu lífi en myndin eigin
hefur tekið við af öðmm myndum í beygingardæminu. Hætta á tví-
ræðni er e. t. v. einnig ástæðan hér. Ef svo er styður það skýringuna á
langlífi beygðra eignarfomafnamynda í nf. og þf.hk.et.
64 í ábendingarfomafninu sjá höfðu þessi föll ekki sömu myndir í fomu máli,
nf.kvk.et. var sjá en nf. og þf.hk.ft. þessi. Þessi leysti síðan sjá af hólmi, örugglega
vegna áhrifa frá nf. og þf.hk.ft. Þessi föll fylgdust einnig að í breytingum á fomafn-
inu nokkur, sjá Hrein Benediktsson 1961-1962:25.