Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 161
Upptök íslensks ritmáls
159
Norðurlöndum. Því er haldið fram að hið norræna málsvæði hafi ver-
ið eitt málsamfélag með breytileika, en eins konar yfirstaðall hafi ver-
ið til, sem notaður var í rúnaáletrunum, kveðskap og lögum. Fimmti
kafli fjallar um formeinkenni íslenskunnar, þar sem bent er á að ekki
séu sjáanleg nein blöndunaráhrif heldur sé málið formlega flókið og
það bendi til þess að það eigi sér alllanga sögu. í sjötta kafla er vikið
að hugmyndum um rétt mál á fyrstu öldum og bent á að talsvert sjálfs-
traust og sjálfstæði kemur fram hjá íslenskum höfundum gagnvart
latneskri menningu á 12. og 13. öld, og snemma gætir íhaldssemi.
E.t.v. má segja að hreintungustefna íslendinga eigi rætur allt aftur til
þessa tíma. í lokaorðum er vikið að þeim örlagaríku breytingum sem
urðu þegar menningarsamband við Norðmenn rofnaði og fslendingar
hættu að skrifa fyrir norskan markað.
1. Hvernig verður ritmál til?
1.1 Þroskastig tungumála
Okkur íslendingum finnst svo sjálfsagt að búa við staðlað ritmál að
við leiðum sjaldnast hugann að því hvemig slíkur staðall verður til.
Það er hins vegar langt frá því að vera sjálfsagður hlutur að tungumál
eigi sér fastan ritmálsstaðal sem ekki stendur neinn styrr um. Norska
og fleiri germönsk mál hafa þurft að ganga í gegnum ferli sem okkur
þykir býsna fjarlægt. í bók Heinz Kloss (1952), sem fjallar um tilurð
nýrra germanskra menningartungna á tímabilinu 1800 til 1950, er að
finna gagnlegan fróðleik um þetta. Þau mál sem Kloss fjallar um em,
auk norsku, t.d. jiddíska, afríska (afrikaans) og frísneska.2 Hann og
aðrir fræðimenn hafa sett fram tilgátur að skilningi á almennum lög-
nrálum sem um þetta gilda. Kloss (tilvitnað rit, bls. 26-7) telur að
dæmigerð þróun, það sem hann kallar Ausbau, nýs tungumáls úr mál-
lýsku yfir í sérstakt ritmál eigi sér stað í eftirfarandi stigum:
Meðal nýlegra athugana á þessu má nefna rannsóknir Deumert (2001, væntanl.),
sem fjallar um stöðlun í afrísku á 19. og 20.öld, þ.e. þegar mál Búanna í Suður-Afríku
var að verða til sem sérstakur staðall aðgreindur frá hollensku. Þar er að finna einkar
fróðlega lýsingu á því hvemig samfélagið býr sér smám saman til nýtt viðmið sem
hyggir á mállýskum landnemanna og verður síðan að opinberum staðli og ritmáli.