Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 163
Upptök íslensks ritmáls
161
og ekki má heldur gleyma latínu, sem íslenskan þurfti auðvitað að
keppa við eftir að kristni barst hingað.
Annað dæmi (og e.t.v. nærtækara til samanburðar við íslensku)
sem sýnir að samræming ritmáls getur verið flókið ferli er þróun
gríska ritmálsins á síðustu fjórum öldum fyrir Krist. Framan af þróað-
ist þetta þannig að til urðu ritmállýskur, sem hver hafði með nokkrum
hætti sitt hlutverk. Jóníska var notuð í söguritun, attíska í harmleikj-
um, en dóríska var notuð í lýrík. Sameiginilegt grískt ritmál varð hins
vegar ekki til fyrr en á fyrstu öld fyrir Krist.
1 -2 Líkan Haugens
Einar Haugen hefur ritað margt fróðlegt um félagsmálfræði og um mál-
stjómun (e. language planning3, sbr. t.d. Haugen 1966, 1972, 1976). í
umfjöllun sinni hefur Haugen gert tilraun til að skýrgreinan hvað í því
felst þegar til verður málstaðall. Áður höfðu fræðimenn eins og Charles
Ferguson (1962) fjallað um stöðlun, breytileika og ritþróun, m.a. hjá
Aröbum. Ferguson talar um að almennt séð eigi stöðlun sér stað í skref-
um. Fyrsta stigs stöðlun er það þegar til verða tvö eða fleiri afbrigði af
málinu, og njóta viðurkenningar sem eins konar staðlar eða viðmið
(norm). Dæmi um þetta er fomgríska, sem nefnd hefur verið. Annars
stigs stöðlun er það þegar til verður eitt viðmið fyrir allt samfélagið,
sem almenn sátt ríkir um. Ferguson leggur áherslu á mikilvægi ritunar
í stöðlun tungumáls, og þar gerir hann líka ráð fyrir stigsbundinni þró-
un, sem minnir mjög á það sem Kloss talar um og rakið var hér að
framan. Ferguson talar um að fyrsta stigið sé að nota málið til þess sem
hann kallar „normal written purposes", sem myndu hugsanlega vera
3 Ég hef kosið að þýða hugtakið language planning sem málstjórnun. Þetta er gert
nieð fullri virðingu fyrir orðum eins og málrœkt og málvöndun, málstefna og mál-
Póilitík, sem hafa verið notuð hér á landi, sbr. t.d. Baldur Jónsson (2002:355 o.áfr.).
Þessi síðamefndu orð eru vel nýtileg í því samhengi sem þau hafa verið notuð hér-
lendis um málræktarstarf og málfarsráðgjöf. Það sem orðið málstjórnun hefur fram-
yfir hin er að það á helst ekki að vera gildishlaðið, en það eru orðin málrœkt og mál-
'’óndun óhjákvæmilega. Þau fræði sem fjalla um málstjómun og málrækt má e.t.v.
kalla málstjórnunarfrœði eða málrœktarfrœði, en slík fræði eru augljóslega undirgrein
f®lagsmálvísinda.