Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 164
162 Kristján Árnason
persónulegar bréfaskriftir og e. t. v sagnaritun. Næsta skrefið er að nota
málið til að fjalla um rannsóknir í vísindum, og lokaskrefið er þegar
málið er notað til að þýða vísindaverk af öðrum tungum.
Einar Haugen þróaði þessar hugmyndir áfram og bjó til líkan, sem
félagsmálfræðingar hafa síðan notað til að greina það sem á sér stað
þegar málstaðlar verða til. Haugen lítur á stöðlun sem þróun eða ferli,
sem skipta má í fjögur stig eða þætti, sem tengjast saman röklega og
koma gjama hver á eftir öðrum í tíma, þótt þetta þurfi ekki endilega
að gerast í afmörkuðum áföngum eða tímaskeiðum. í þessu líkani ger-
ir hann, svo sem eðlilegt er, skýran greinarmun á formi málsins og
(félagslegu) hlutverki (fúnksjón) þess. En þetta þarf hvort tveggja að
hafa í huga þegar tungumál eru skoðuð í félagslegu samhengi. Eitt er
það félagslega og merkingarlega hlutverk sem málinu er ætlað, og
annað er formið sem til þess er notað. Fyrir málræktina er skilningur
á þessu tvennu mikilvægur. Huga verður að því hlutverki sem málinu
er ætlað að genga og búa í haginn fyrir það, en málrækt er líka við-
leitni til að gera málið fært um að gegna þessu hlutverki, en til þess
þarf að efla form þess. (Islensk málrækt á okkar dögum stendur þan-
nig frammi fyrir tvenns konar vanda, annars vegar umdæmisvandan-
um, sem tekur til þess hvar málið er notað, hvaða hlutverkum það
gegnir og getur gegnt, og hins vegar formvandanum, sem er vandinn
að gera málið fært til notkunar, t. d. í vísindum. Þetta helst í hendur: til
þess að hægt sé að skrifa um efnafræði á íslensku þurfa að vera til not-
hæf orð, og krafan um að skrifa á íslensku um efnafræði kallar á
a.m.k. einhvers konar orðasmíð.)
Fyrsta skrefið í átt til skipulegrar stöðlunar tungumáls er það sem
Haugen kallar val á viðmiði eða normi (e. selection ofnorm).4 Það er
einfaldlega spumingin um hvaða málafbrigði verður fyrir valinu sem
staðall. Þetta val getur verið vandkvæðum bundið, eins og dæmin
sanna, og samkeppni getur orðið milli ólíkra viðmiða. Á þýska mál-
4 Hér er gerður greinarmun á viðmiði eða normi og staðii (e. standard). Norm hef-
ur almennari merkingu en staðall. Sú merking sem tíðkast í félagsvísindum er að
norm sé hegðunarmynstur, sem menn geta valið á milli. Norm verður ekki að staðli
fyrr en það hefur hlotið einhvers konar stimpil eða (meira eða minna opinbera) viður-
kenningu. Þótt hér sé vitanlega um skyld fyrirbæri að ræða, er þama nokkur munur á.