Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 165
Upptök íslensks ritmáls
163
svæðinu var það í fyrstu lágþýska sem hafði frekar vinninginn í þess-
ari baráttu, en með þýðingu Lúthers á Biblíunni varð háþýskan ofan á.
I Noregi þurfti að velja viðmið til að byggja nýnorsku á, og raunar má
segja að nýnorska og bókmál sláist enn um hituna, þótt leikurinn sé
kannski ójafn.
Annar þáttur í þessu ferli er það sem Haugen kallar codification,
en ég kalla skráningu. (Annað orð sem e.t.v. kæmi til greina er ein-
faldlega kóðun.) Hér er átt við skilgreiningu á formi þess viðmiðs sem
valið hefur verið, með öðrum orðum hvað telst rétt og rangt, gott mál
eða vont. Þetta geta verið mállýsingar eða handbækur, svo sem orða-
bækur, en slíkar formlýsingar leggja línurnar um hvað sé rétt mál eða
rangt, viðurkennt eða ekki. Sem dæmi um slíka lýsingu má nefna
bækur Ivars Aaasens í Noregi: Det norske Folkesprogs Grammatik
(1848) og Ordbog over det norske Folkesprog (1850). Hér á landi
mætti kannski nefna málfræðibækur Rasmusar Rasks (1811 og 1818),
Islenzka málmyndalýsingu eftir Halldór Kr. Friðriksson (1861) og
síðar Islenzka málfrœði handa skólum og útvarpi eftir Bjöm Guð-
finnsson (1937 og seinni útgáfur). Þótt aðstæður hafi verið aðrar þeg-
ar íslenskt bókmenntamál varð til í öndverðu má eigi að síður hafa
þessa þætti í huga. Hvernig vissu menn á fyrstu öldum hvað var „rétt“
mál eða viðeigandi? Við munum sjá að Fyrsti málfræðingurinn og
aðrir fæðimenn og höfundar horfðust á sinn hátt í augu við þennan
vanda og mótuðu hugmyndir um svör við spuningum sem þessu
tengjast.
Þriðji þátturinn í stöðlunarferlinu er það þegar (eða hvort) samfé-
lagið tekur við staðlinum, og hvort eða hjá hverjum hann öðlast við-
urkenningu, og hverjir kjósa að fylgja honum. Þetta getur heitið við-
taka á íslensku, en hið enska orð sem Haugen notar er acceptance. I
Noregi snýst þetta um það hverjir fylgja nýnorsku sem ritmálsstaðli og
hverjir velja að nota bókmál.
Fjórði áfanginn sem Haugen talar um sem hluta af stöðlunarferlinu
er það sem hann kallar elaboration og mætti e.t.v. kalla þróun eða
rœktun. Þetta er það þegar málið er notað til nýrra hluta, við það að út-
víkkun verður á notkunarsviði þess, svo sem með því að þróa orða-
forða um tiltekin efni. Þetta samsvarar að verulegu leyti því sem Kloss